Körfubolti

Tilþrifin sem kveiktu í Miami-liðinu í nótt - myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dwyane Wade og LeBron James.
Dwyane Wade og LeBron James. Mynd/AP
Dwyane Wade og LeBron James voru saman með 56 stig og 25 fráköst í 100-94 sigri Miami Heat á Philadelphia 76ers í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt en það voru flestir á því að troðsla Wade eftir skrautlega stoðsendingu frá James hafi kveikt í liðinu þegar þeir voru 68-62 undir í þriðja leikhlutanum.

Miami tókst í framhaldinu að snúa leiknum sér í vil, liðið er komið í 3-0 og vantar nú aðeins einn sigur til viðbótar til þess að komast í næstu umferð.

Það er hægt að sjá þessa frábæru hraðaupphlaupskörfu með því að smella hér en LeBron James virtist þá vera búinn að missa jafnvægið og var ekki líklegur til að ná að gefa flotta stoðsendingu úr þessari erfiðu stöðu. Það tókst honum hinsvegar og Wade sá um afganginn.

„Þetta var án nokkurs vafa byrjunin á góðum spretti hjá okkur. Ég náði sem betur fer að losa mig við boltann áður en ég fékk dæmd á mig skref svo að D-Wade gæti troðið honum í körfuna. Þetta var frábær sókn fyrir okkur, við unnum góðan liðssigur og nú ætlum við að klára þetta á sunnudaginn," sagði LeBron James.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×