Ætlaði að hætta að dansa vegna langvinnra veikinda 13. desember 2011 09:00 Í sKÝJUNUM MEÐ SIGURINN Berglind Ýr Karlsdóttir hlaut flest atkvæði þjóðarinnar í þættinum Dans dans dans á laugardagskvöldið, en hún hefur þjáðst af hjartagalla síðan hún var ellefu ára gömul og ætlaði að hætta að dansa í vor.Fréttablaðið/valli Berglind Ýr Karlsdóttir hlaut flest atkvæði þjóðarinnar og stóð uppi sem sigurvegari í sjónvarpsþættinum Dans dans dans um helgina. Hjartagalli Berglindar gerði það að verkum að hún ætlaði að leggja dansskóna á hilluna síðastliðið vor. „Þetta kom mér svo mikið á óvart og ég vil koma á framfæri óendanlegu þakklætu til þjóðarinnar fyrir stuðninginn,“ segir Berglind Ýr Karlsdóttir, en hún fór með sigur af hólmi í þættinum Dans dans dans á laugardagskvöldið. Berglind Ýr er á samtímadansbraut í Listaháskólanum en hún hefur stundað dans og fimleika síðan hún var kornung. Berglind sýndi frumsamið nútímadansverk á laugardagskvöldið og heillaði áhorfendur með einlægum dansi sínum. „Ég var númer níu í röðinni og var næstum hætt við að fara fram á svið því allir hinir voru með svo flott atriði. Þetta var hörkukeppni og mjög skemmtilegt í alla staði,“ segir Berglind Ýr, en hún hlaut eina milljón króna í verðlaunafé sem hún ætlar sér að nýta í eitthvað tengt dansinum. „Ég ætla að nota það til að afla mér frekari menntunar, annað hvort fara á sumarnámskeið næsta sumar eða skoða áframhaldandi nám erlendis eftir útskrift.“ Í vor íhugaði Berglind að leggja dansskóna alfarið á hilluna þar sem langvinn veikindi hennar settu strik í reikninginn. Berglind hefur þjáðst af gollurshúsbólgu, sem er bólga í bandvefshulstri kringum hjartað, síðan hún var ellefu ára gömul. Berglind er á lyfjum og sterum til að halda sjúkdómnum í skefjum en lyfjunum fylgja slæmar aukaverkanir, sérstaklega þegar dans er manns ær og kýr. „Lyfin hafa slæm áhrif á líkamann, til dæmis á beinin og vöðvana. Í vor var ég orðin langþreytt á að þurfa ítrekað að byrja aftur á byrjunarreit og langaði að snúa mér að öðru. Svo sá ég auglýsingar fyrir þáttinn og ákvað að gefa allt í dansinn í eitt ár í viðbót,“ segir Berglind, sem er í skýjunum með sigurinn og lítur á hann sem skilaboð um að halda áfram á þessari braut. Athyglin á dansheiminum hér á landi hefur aukist í kjölfar þáttanna og Berglind hefur orðið vör við bæði jávætt og neikvætt umtal í kjölfar sigursins. „Maður er að fylgjast með á netinu og það er ómetanlegt að fá allan þennan stuðning. Því miður hef ég líka orðið vör við að fólk haldi að ég hafi sigrað út af vorkunnsemi en ég vona ekki. Ég vona að ég hafi unnið út á dansinn minn.“ alfrun@frettabladid.is Lífið Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira
Berglind Ýr Karlsdóttir hlaut flest atkvæði þjóðarinnar og stóð uppi sem sigurvegari í sjónvarpsþættinum Dans dans dans um helgina. Hjartagalli Berglindar gerði það að verkum að hún ætlaði að leggja dansskóna á hilluna síðastliðið vor. „Þetta kom mér svo mikið á óvart og ég vil koma á framfæri óendanlegu þakklætu til þjóðarinnar fyrir stuðninginn,“ segir Berglind Ýr Karlsdóttir, en hún fór með sigur af hólmi í þættinum Dans dans dans á laugardagskvöldið. Berglind Ýr er á samtímadansbraut í Listaháskólanum en hún hefur stundað dans og fimleika síðan hún var kornung. Berglind sýndi frumsamið nútímadansverk á laugardagskvöldið og heillaði áhorfendur með einlægum dansi sínum. „Ég var númer níu í röðinni og var næstum hætt við að fara fram á svið því allir hinir voru með svo flott atriði. Þetta var hörkukeppni og mjög skemmtilegt í alla staði,“ segir Berglind Ýr, en hún hlaut eina milljón króna í verðlaunafé sem hún ætlar sér að nýta í eitthvað tengt dansinum. „Ég ætla að nota það til að afla mér frekari menntunar, annað hvort fara á sumarnámskeið næsta sumar eða skoða áframhaldandi nám erlendis eftir útskrift.“ Í vor íhugaði Berglind að leggja dansskóna alfarið á hilluna þar sem langvinn veikindi hennar settu strik í reikninginn. Berglind hefur þjáðst af gollurshúsbólgu, sem er bólga í bandvefshulstri kringum hjartað, síðan hún var ellefu ára gömul. Berglind er á lyfjum og sterum til að halda sjúkdómnum í skefjum en lyfjunum fylgja slæmar aukaverkanir, sérstaklega þegar dans er manns ær og kýr. „Lyfin hafa slæm áhrif á líkamann, til dæmis á beinin og vöðvana. Í vor var ég orðin langþreytt á að þurfa ítrekað að byrja aftur á byrjunarreit og langaði að snúa mér að öðru. Svo sá ég auglýsingar fyrir þáttinn og ákvað að gefa allt í dansinn í eitt ár í viðbót,“ segir Berglind, sem er í skýjunum með sigurinn og lítur á hann sem skilaboð um að halda áfram á þessari braut. Athyglin á dansheiminum hér á landi hefur aukist í kjölfar þáttanna og Berglind hefur orðið vör við bæði jávætt og neikvætt umtal í kjölfar sigursins. „Maður er að fylgjast með á netinu og það er ómetanlegt að fá allan þennan stuðning. Því miður hef ég líka orðið vör við að fólk haldi að ég hafi sigrað út af vorkunnsemi en ég vona ekki. Ég vona að ég hafi unnið út á dansinn minn.“ alfrun@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira