Innlent

Breytingar á dreifikerfi póstsins

Íslandspóstur hefur gert breytingar á dreifingu bréfapósts sem mun leiða til mikillar hagræðingar í rekstri. Breytingin hefur lítil sem engin áhrif á viðtakendur. Meginbreytingin er sú að magnpóstur frá stórnotendum verður framvegis borinn út í færri en stærri skömmtum en hingað til.

Þau almennu bréf sem Pósturinn tekur við verða áfram borin út á hverjum degi en stórnotendur hafa val um hvort bréfum er dreift strax eða á lengra tímabili. Danir hafa nú þriggja ára reynslu af þessu fyrirkomulagi og hefur það mælst vel fyrir og skilað miklum fjárhagslegum ávinningi.

Þetta kemur fram í tilkynningu sem Íslandspóstur hefur sent frá sér.

Þar eru breytingarnar skýrðar nánar á eftirfarandi hátt:






Fleiri fréttir

Sjá meira


×