Fótbolti

Ferguson: Fengum á okkur furðuleg mörk

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United.
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United. Mynd/Nordic Photos/Getty
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, var ánægður með spilamennsku sinna manna þrátt fyrir 2-2 jafntefli á móti Benfica á Old Trafford í Meistaradeildinni í kvöld. Jafnteflið nægði Benfica til að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitunum en United þarf að fara til Sviss og mæta Basel í hreinum úrslitaleik um sæti í sextán liða úrslitunum.

„Við fengum á okkur furðuleg mörk, sjálfsmark og svo mark eftir slæma hreinsun frá David de Gea. Sendingin til baka hefði mátt vera betri en David de Gea átti bara að sparka honum upp í stúku. Okkur tókst því ekki að halda forystunni," sagði Sir Alex Ferguson.

„Við spiluðum samt vel í kvöld og liðið átti skilið meira út úr þessum leik. Fótboltinn getur verið miskunnalaus stundum og svo var í kvöld. Okkar bíður erfiður leikur í Basel, við erum súrir eftir þennan leik en ég fulla trú á liðinu út í Sviss," sagði Ferguson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×