Landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson minnti enn og aftur á sig í dag er hann skoraði eitt marka Hoffenheim í 3-2 sigri á Kaiserslautern.
Gylfi skoraði fyrsta mark leiksins á 28. mínútu. Hann náði frákasti í teignum og kláraði færið vel. Sjá má myndband af markinu hér.
Hoffenheim komst í 2-0 en Kaiserslautern jafnaði með tveim mörkum á sömu mínútunni.
Vedad Ibisevic kom Hoffenheim í 3-2 á 62. mínútu og það var mikil spenna undir lokin þar sem Hoffenheim missti mann af velli með rautt spjald einum tólf mínútum fyrir leikslok.
Vörnin hélt og Gylfi og félagar fengu öll stigin. Þeir eru í áttunda sæti þýsku bundesligunnar eftir leikinn.