Fótbolti

Þrjú lið frá Portúgal í undanúrslit Evrópudeildarinnar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Andre Villas Boas er þjálfari Porto. Hann er nú þegar búið að vinna portúgölsku deildina með liðinu og slátraði Spartak Moskvu í fjórðungsúrslitum Evrópudeildarinnar.
Andre Villas Boas er þjálfari Porto. Hann er nú þegar búið að vinna portúgölsku deildina með liðinu og slátraði Spartak Moskvu í fjórðungsúrslitum Evrópudeildarinnar. Nordic Photos / AFP
Fjórðungsúrslitum Evrópudeildar UEFA lauk í kvöld en þá tryggðu þrjú lið frá Portúgal sér sæti í undanúrslitunum. Það fjórða er frá Spáni.

Porto, Benfica og Braga komust öll áfram eftir sínar viðureignir og verða það Braga og Benfica sem munu mætast í undanúrslitunum.

Porto fær hins vegar það verkefni að kljást við spænska liðið Villarreal en undanúrslitin fara fram dagna 28. apríl og 5. maí.

Alls voru 34 mörk skoruð í þessum átta leikjum í fjórðungsúrslitunum eða 4,25 að meðaltali í leik. Sannarlega ótrúlegar tölur.

Úrslit kvöldsins:

Spartak Moskva - Porto 2-5 (3-10 samanlagt)

PSV Eindhoven - Benfica 2-2 (3-6)

FC Twente - Villarreal 1-3 (2-8)

Sporting Braga - Dynamo Kiev 0-0 (1-1, Braga áfram á útivallarmarki)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×