Trúlofuðust á sviði umkringd blóði og útlimum 21. október 2012 19:00 Dansararnir Lovísa Ósk Gunnarsdóttir og Sigríður Soffía Níelsdóttir stilla sér upp alblóðugar með hinu nýtrúlofaða pari sitjandi í hinni svokölluðu Paradís. „Þetta var svo ekta við. Að trúlofast á sviði í Berlín umkringd blóði og gervilimum,“ segir leikkonan Svandís Dóra Einarsdóttir sem fékk afar óvenjulegt bónorð frá unnusta sínum, leikskáldinu Sigtryggi Magnasyni, þann 5. október. Hann fór niður á skeljarnar að lokinni íslensku danssýningunni We Saw Monsters í leikhúsinu Berliner Festspiele. „Við fórum þessa helgi til Berlínar til að ná sýningunni,“ segir hún en vinir þeirra stóðu að henni. Parið náði þó einungis endanum og uppklappi vegna misskilnings en þau töldu leikhúsið vera í Vestur-Berlín þegar það var í raun í austurhluta borgarinnar. Þau fengu engu að síður að upplifa eigin sýningu en dansararnir Lovísa Ósk Gunnarsdóttir og Sigríður Soffía Níelsdóttir, sem voru þaktar blóði, drógu þau upp á sviðið og þar upphófst mikill spuni. „Sigga bað okkur um að bíða inni í sal þar til áhorfendur væru farnir. Við byrjuðum svo að flippa, spinna og taka myndir í sviðsmyndinni,“ segir Svandís. Hún vissi þó ekki hvað biði sín, ólíkt dönsurunum sem höfðu æft hreyfingar í tilefni bónorðsins og réttu Sigtryggi blóðugt box með tveimur hringum. Henni var að vonum brugðið en taldi sér trú um að boxið og hringarnir hefðu verið hluti af sýningunni. „Ég var bara í mínum eigin heimi að pósa, fíflast og leika mér við útlimina,“ segir hún en Sigtryggur þurfti að biðja hennar fjórum eða fimm sinnum áður en hún áttaði sig á að ekki væri um spuna að ræða. „Ég uppgötvaði þetta ekki fyrr en við sátum ein í Paradís,“ segir hún og á við altari sem myndaði sviðsmyndina. „Þá var hann kominn niður á hnén og sagði skjálfandi: „Í alvörunni Svandís. Ég er ekki að grínast.“ Og þá fór ég að grenja,“ segir hún og hlær. Allir aðstandendur sýningarinnar vissu af bónorðinu og biðu baksviðs til að fagna hinu nýtrúlofaða pari. „Og ég vissi ekki neitt,“ segir hún og hlær aftur. Hún bætir við að það sé gaman að eiga blóðugt hringabox til minningar. Ekki hafa allir áhorfendur verið farnir þegar bónorðið var borið upp því það rataði í þýska fjölmiðla samhliða umfjöllun um sýninguna. hallfridur@frettabladid.is Menning Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Þetta var svo ekta við. Að trúlofast á sviði í Berlín umkringd blóði og gervilimum,“ segir leikkonan Svandís Dóra Einarsdóttir sem fékk afar óvenjulegt bónorð frá unnusta sínum, leikskáldinu Sigtryggi Magnasyni, þann 5. október. Hann fór niður á skeljarnar að lokinni íslensku danssýningunni We Saw Monsters í leikhúsinu Berliner Festspiele. „Við fórum þessa helgi til Berlínar til að ná sýningunni,“ segir hún en vinir þeirra stóðu að henni. Parið náði þó einungis endanum og uppklappi vegna misskilnings en þau töldu leikhúsið vera í Vestur-Berlín þegar það var í raun í austurhluta borgarinnar. Þau fengu engu að síður að upplifa eigin sýningu en dansararnir Lovísa Ósk Gunnarsdóttir og Sigríður Soffía Níelsdóttir, sem voru þaktar blóði, drógu þau upp á sviðið og þar upphófst mikill spuni. „Sigga bað okkur um að bíða inni í sal þar til áhorfendur væru farnir. Við byrjuðum svo að flippa, spinna og taka myndir í sviðsmyndinni,“ segir Svandís. Hún vissi þó ekki hvað biði sín, ólíkt dönsurunum sem höfðu æft hreyfingar í tilefni bónorðsins og réttu Sigtryggi blóðugt box með tveimur hringum. Henni var að vonum brugðið en taldi sér trú um að boxið og hringarnir hefðu verið hluti af sýningunni. „Ég var bara í mínum eigin heimi að pósa, fíflast og leika mér við útlimina,“ segir hún en Sigtryggur þurfti að biðja hennar fjórum eða fimm sinnum áður en hún áttaði sig á að ekki væri um spuna að ræða. „Ég uppgötvaði þetta ekki fyrr en við sátum ein í Paradís,“ segir hún og á við altari sem myndaði sviðsmyndina. „Þá var hann kominn niður á hnén og sagði skjálfandi: „Í alvörunni Svandís. Ég er ekki að grínast.“ Og þá fór ég að grenja,“ segir hún og hlær. Allir aðstandendur sýningarinnar vissu af bónorðinu og biðu baksviðs til að fagna hinu nýtrúlofaða pari. „Og ég vissi ekki neitt,“ segir hún og hlær aftur. Hún bætir við að það sé gaman að eiga blóðugt hringabox til minningar. Ekki hafa allir áhorfendur verið farnir þegar bónorðið var borið upp því það rataði í þýska fjölmiðla samhliða umfjöllun um sýninguna. hallfridur@frettabladid.is
Menning Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira