Menning

Söngleikur loks á Íslandi

Bóas Hallgrímsson og félagar í Reykjavík! taka þátt í söngleiknum.
Bóas Hallgrímsson og félagar í Reykjavík! taka þátt í söngleiknum.
Dansflokkurinn Shalala með Ernu Ómarsdóttur í fararbroddi og hljómsveitirnar Lazyblood og Reykjavík! sýna jaðarsöngleikinn Tickling Death Machine í Iðnó föstudaginn 8. júní. Um er að ræða Íslandsfrumsýningu.

Verkið var frumsýnt á sviðslistahátíðinni Kunstfestival des arts í Brussel vorið 2011 og var sýnt þar fjórum sinnum fyrir fullu húsi. Í kjölfarið var verkið bókað á hátíð í Orléans í Frakklandi og í haust verður það sýnt á hátíðinni Experiment í Kyoto í Japan. Miðasala á söngleikinn hefst á Midi.is á laugardaginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.