Innlent

Íslendingar í skýjunum á Facebook og Twitter

Íslendingar hafa heldur betur látið gleði sína í ljós á samskiptamiðlunum Facebook og Twitter eftir að Íslendingar unnu Frakka í hörkuspennandi leik á Ólympíuleikunum í kvöld. Ísland marði sigur 30 - 29 en með sigrinum er ljóst að Íslendingar unnu A-riðil á leikunum. Glæsileg frammistaða.

Á Facebook láta Íslendingar gleði sína í ljós og hafa flestir íslenskir notendur, sem eru við tölvu, sett inn stöðuuppfærslu þar sem spilamennsku íslenska liðsins er hampað.

Á Twitter hafa menn einnig tjáð tilfinningar sínar, eins og sjá má með nokkrum dæmum hér að neðan.

Mörður Árnason þingmaður: „Très bien. Les experts sont maintenant islandais! Spá: 1. Króatía, 2. Danmörk, 3. Ísland, 4. Frakkland."

Örn Úlfar Sævarsson, fyrrum dómari í Gettu Betur: „Ef Aron Pálmarsson spilar svona vel meiddur, hvernig er hann þá í góðu standi?? #handbolti"

Þórður Helgi, betur þekktur sem Doddi Litli, útvarpsmaður: „Jæja upp með veskin, Ísland vann leik #Strákarnirokkar"

Aron Einar Gunnarsson, knattspyrnumaður: „What a game that was!!! Never been so excited watchin any game in my life.. 30-29 for iceland #buzzing"

Tómas Þór Þórðarson, íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu: „Iceland saved by the golie" Said no one, ever..until now!!!!! #London2012"

Sigurður Mikael Jónsson, blaðamaður á DV: „#iceland !!! What a game"

Daníel Rúnarsson, ljósmyndari á Fréttablaðinu: „Frakkar? Svíar? Hahahaha #2easy"

Egill „Gillzenegger" Einarsson: „Frakkadrasl"

Atli Már Gylfason, fyrrum útvarpsmaður á FM957: „Óli Stef verður að taka Walt Disney á þetta og frysta sig þar til við finnum upp lyf sem heldur honum ungum! #foreveryoung"

Stefán Árni Pálsson, íþróttafréttamaður á Fréttablaðinu: „Arnór Atlason er með svo mikilvæga nærveru fyrir þetta lið, Lexi bestur og Aron að stimpla sig í söguna. Allt magnaðir íþróttamenn. #ol2012"




Fleiri fréttir

Sjá meira


×