Fótbolti

AC Milan á toppinn eftir sigur á Udinese

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Maxi Lopez og félagar fagna í dag.
Maxi Lopez og félagar fagna í dag. Nordic Photos / Getty Images
AC Milan vann afar mikilvægan sigur á Udinese í ítölsku úrvalsdeildinni í dag, 2-1, og skellti sér um leið á topp deildarinnar.

AC Milan er nú með 47 stig, tveimur meira en Juventus sem á þó tvo leiki til góða.

Leikið var í Udine og heimamenn komust yfir með marki Antonio Di Natale á nítjándu mínútu. En AC Milan var sterkari aðilinn í seinni hálfleik og tryggði sér sigurinn emð mörkum Maxi Lopez á 77. mínútu og Stephan El Shaarawy á 85. mínútu.

Zlatan Ibrahimovic lék ekki með AC Milan í dag þar sem hann þarf að taka út þriggja leikja bann fyrir að slá andstæðing í leik.

AC Milan verður á toppnum eitthvað lengur því leik Bologna og Juventus sem átti að fara fram annað kvöld hefur verið frestað vegna veðurs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×