Ný lög eiga að fjölga grænum bifreiðum á vegum landsins 25. júní 2012 06:00 Rafbílar hafa þann kost að menga ekki og auðvelt er að tengja þá beint í rafmagn. Þeir komast þó ekki langar vegalengdir. mynd/getty Alþingi hefur samþykkt frumvarp fjármálaráðherra að breytingu á lögum um undanþágur og endurgreiðslur á virðisaukaskatti á rafbíla og vetnisbíla. Þetta var samþykkt á síðasta degi þingsins á þriðjudag. Íslendingar feta með löggjöfinni í fótspor Norðmanna sem hafa um nokkurt skeið fellt niður virðisaukaskatt á „græna bíla“ eða þá bíla sem menga ekki umfram ákveðið hámark eða nota endurnýjanlega orku. Markmið lagabreytinganna er að styrkja samkeppnishæfni grænna ökutækja gagnvart hefðbundnum bensín- og dísilknúnum ökutækjum. Það er gert með það að markmiði að efla og flýta fyrir orkuskiptum í samgöngum. Lagasetningin er hluti af því að skapa hér lagaumhverfi um umhverfisvænar bifreiðar. Enn á þó eftir að koma upp ýmsum fylgifiskum raf- og vetnisbíla. Þar ber helst að nefna rafmagnstengi fyrir bílana víðar en á heimilum og þjónustustöðvar sem sinnt geta slíkum bifreiðum. Í greinargerð með frumvarpi fjármálaráðherra segir að til mikils sé að vinna fyrir Ísland þegar umhverfissjónarmið bílaumferðar séu skoðuð. Bjarni Þ. Sigurðsson, sölustjóri Renault hjá BL, segir að nú þegar hafi verið tekin mikilvæg skref til þess að bjóða upp á rafbíla á Íslandi. „Þessi lagabreyting núna þýðir klárlega það að menn sjá sér fært að fara af stað,“ segir Bjarni. Gríðarlegur kostnaður hefur fylgt þessum ökutækjum hér á landi. Með lagabreytingunum má þó gera ráð fyrir að sá kostnaður lækki töluvert. Bjarni segir að nokkur kostnaður fylgi markaðssetningu rafmagnsbíla hér á landi. Sá kostnaður felur meðal annars í sér ný tæki og þjálfun mannskaps í að þjónusta bílana. Bifreiðaframleiðendur erlendis setja yfirleitt fram þó nokkrar kröfur um sölu og þjónustu bifreiða sinna. Renault nálgast málið þannig að rafbíll sé á álíka verði eða örlítið dýrari en dísilbíll í sama flokki. „Með niðurfellingu á vörugjöldum og virðisauka þá getum við reiknað okkur inn á það að ívilnunin hér á landi sé að verða sambærileg og í Evrópu. Það þýðir að verð á rafbílum verður ekki langt frá verði dísilbíla.“ Bjarni telur þó að rafbílasala muni ekki taka mikinn kipp þrátt fyrir lagasetninguna. „Það eru margir búnir að spila upp væntingarnar til rafbílasölu, að þúsundir bíla fari út á markaðinn einn, tveir og þrír. Það mun taka einhvern tíma fyrir bílana að fara í verulegu magni á markaðinn.“ birgirh@frettabladid.is Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Fleiri fréttir Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunnar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Sjá meira
Alþingi hefur samþykkt frumvarp fjármálaráðherra að breytingu á lögum um undanþágur og endurgreiðslur á virðisaukaskatti á rafbíla og vetnisbíla. Þetta var samþykkt á síðasta degi þingsins á þriðjudag. Íslendingar feta með löggjöfinni í fótspor Norðmanna sem hafa um nokkurt skeið fellt niður virðisaukaskatt á „græna bíla“ eða þá bíla sem menga ekki umfram ákveðið hámark eða nota endurnýjanlega orku. Markmið lagabreytinganna er að styrkja samkeppnishæfni grænna ökutækja gagnvart hefðbundnum bensín- og dísilknúnum ökutækjum. Það er gert með það að markmiði að efla og flýta fyrir orkuskiptum í samgöngum. Lagasetningin er hluti af því að skapa hér lagaumhverfi um umhverfisvænar bifreiðar. Enn á þó eftir að koma upp ýmsum fylgifiskum raf- og vetnisbíla. Þar ber helst að nefna rafmagnstengi fyrir bílana víðar en á heimilum og þjónustustöðvar sem sinnt geta slíkum bifreiðum. Í greinargerð með frumvarpi fjármálaráðherra segir að til mikils sé að vinna fyrir Ísland þegar umhverfissjónarmið bílaumferðar séu skoðuð. Bjarni Þ. Sigurðsson, sölustjóri Renault hjá BL, segir að nú þegar hafi verið tekin mikilvæg skref til þess að bjóða upp á rafbíla á Íslandi. „Þessi lagabreyting núna þýðir klárlega það að menn sjá sér fært að fara af stað,“ segir Bjarni. Gríðarlegur kostnaður hefur fylgt þessum ökutækjum hér á landi. Með lagabreytingunum má þó gera ráð fyrir að sá kostnaður lækki töluvert. Bjarni segir að nokkur kostnaður fylgi markaðssetningu rafmagnsbíla hér á landi. Sá kostnaður felur meðal annars í sér ný tæki og þjálfun mannskaps í að þjónusta bílana. Bifreiðaframleiðendur erlendis setja yfirleitt fram þó nokkrar kröfur um sölu og þjónustu bifreiða sinna. Renault nálgast málið þannig að rafbíll sé á álíka verði eða örlítið dýrari en dísilbíll í sama flokki. „Með niðurfellingu á vörugjöldum og virðisauka þá getum við reiknað okkur inn á það að ívilnunin hér á landi sé að verða sambærileg og í Evrópu. Það þýðir að verð á rafbílum verður ekki langt frá verði dísilbíla.“ Bjarni telur þó að rafbílasala muni ekki taka mikinn kipp þrátt fyrir lagasetninguna. „Það eru margir búnir að spila upp væntingarnar til rafbílasölu, að þúsundir bíla fari út á markaðinn einn, tveir og þrír. Það mun taka einhvern tíma fyrir bílana að fara í verulegu magni á markaðinn.“ birgirh@frettabladid.is
Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Fleiri fréttir Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunnar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Sjá meira