Formúla 1

Bandarískur ökumaður til liðs við Caterham

Birgir Þór Harðarson skrifar
Rossi mun hugsanlega aka sem þriðji ökuþór liðsins á föstudagsæfingum í mótum ársins.
Rossi mun hugsanlega aka sem þriðji ökuþór liðsins á föstudagsæfingum í mótum ársins. mynd/caterhamf1
Caterham liðið hefur ráðið Bandaríkjamanninn Alexander Rossi sem reynsluökuþór en Bandaríkjamenn hafa í seinni tíð átt nokkuð erfitt uppdráttar í Formúlu 1.

Rossi er tvítugur ökumaður sem tók þátt í reynsludegi ungra ökumanna í Abu Dhabi í fyrra. "Ég er nú skrefi nær markmiði mínu um að verða keppnisþór í Formúlu 1," sagði Rossi sem hefur verið hluti af ungliðastafi liðsins.

Formúla 1 mótaröðin snýr aftur til Bandaríkjanna í ár í fyrsta sinn síðan 2007. Keppt í Texas á nýrri, sérbyggðri kappakstursbraut í Austin.

Aðrir ökumenn Caterham liðsins eru Heikki Kovalainen, Vitaly Petrov og þriðji ökuþórinn Giedo van der Garde.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×