Gylfi Þór: Markmiðið að komast í Meistaradeildina á næsta ári Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. júlí 2012 18:51 Gylfi Þór Sigurðsson er nýjasti liðsmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Tottenham Hotspur. Arnar Björnsson, íþróttafréttamaður Stöðvar 2, ræddi við Gylfa um vistaskiptin í dag. Gylfi segir það ekki hafa verið erfiða ákvörðun að velja Tottenham. „Nei, í sjálfu sér ekki. Ef þú lítur á klúbbinn og leikmannahópinn þá er þetta frábær klúbbur með stóran völl. Leikmennirnir eru í heimsklassa og spila skemmtilegan bolta sem skiptir miklu máli," segir Gylfi sem semur við Tottenham til fimm ára. Gylfi er hvergi banginn þrátt fyrir að semja til svo langs tíma við félagið. „Nei, þetta er á mjög fínum stað í Englandi, toppfélag með glænýtt æfingasvæði sem er að klárast í þessum mánuði. Þetta er mjög skemmtilegt lið svo ég er bara mjög ánægður að vera kominn til Tottenham," segir Gylfi sem telur leikstíl Tottenham henta sér vel. „Já, ég held það. Þeir eru með Aaron Lennon og Gareth Bale á köntunum sem eru öskusnöggir. Gareth var að skrifa undir nýjan samning svo hann verður þarna í einhver tímabil. Það hentar mér að þeir eru fljótir að hlaupa upp kantinn og gefa fyrir. Þá get ég reynt að mæta á réttum tíma inn í boxið," segir Gylfi sem segir Tottenham stefna á Meistaradeildarsæti á næstu leiktíð. „Við rétt misstum af Meistaradeildinni á síðasta ári en erum í Evrópudeildinni núna. Markmiðið held ég að sé að komast í Meistaradeildina á næsta ári. Liðið hefur verið að hafna í kringum fjórða sæti síðustu tvö árin svo markmiðið hlýtur að vera að bæta sig frá síðasta tímabili og vonandi gengur það." „Það var mjög skemmtilegt að vera þar. Við spiluðum skemmtilegan bolta og ég naut mín mjög vel þar," segir Gylfi. Tengdar fréttir FH og Breiðablik fá á annan tug milljóna vegna sölu Gylfa FH og Breiðablik eiga bæði rétt á samstöðubótum vegna sölu Gylfa Þórs Sigurðssonar til Tottenham. Samtals fá íslensku félögin á annan tug milljóna króna. 4. júlí 2012 14:32 Gylfi einn dýrasti leikmaður Íslands frá upphafi Óhætt er að fullyrða að Gylfi Þór Sigurðsson sé orðinn einn dýrasti knattspyrnumaður Íslandssögunnar en hann gekk í dag í raðir Tottenham á Englandi. 4. júlí 2012 12:55 Guðni hlakkar til að sjá Gylfa spila Guðni Bergsson, lögfræðingur og fyrrverandi knattspyrnumaður hjá enska liðinu Tottenham, hlakkar til að sjá Gylfa Sigurðsson spila með liðinu. Eins og greint var frá í dag er Gylfi búinn að semja við liðið. Guðni hefur fylgst með Tottenham undanfarin ár og telur að Gylfi eigi góða möguleika á að láta ljós sitt skína. 4. júlí 2012 12:43 Tottenham staðfestir komu Gylfa Tottenham hefur staðfest komu Gylfa Þórs Sigurðssonar til félagsins. Frétt birtist þess efnis birtist á heimasíðu þess í dag. 4. júlí 2012 11:45 Enskur fréttavefur segir Gylfa fá tíu milljónir í vikulaun | Kaupverðið óuppgefið Fréttavefurinn Goal.com greinir frá því í dag að Gylfi Þór Sigurðsson muni fá 50 þúsund pund, rétt tæpar tíu milljónir króna, í vikulaun hjá Tottenham. 4. júlí 2012 12:32 Fyrsti deildarleikur Gylfa í Newcastle Gylfi Þór Sigurðsson mun mögulega spila sinn fyrsta deildarleik í búningi Tottenham á Sports Direct Arena í Newcastle. 4. júlí 2012 13:13 Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson er nýjasti liðsmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Tottenham Hotspur. Arnar Björnsson, íþróttafréttamaður Stöðvar 2, ræddi við Gylfa um vistaskiptin í dag. Gylfi segir það ekki hafa verið erfiða ákvörðun að velja Tottenham. „Nei, í sjálfu sér ekki. Ef þú lítur á klúbbinn og leikmannahópinn þá er þetta frábær klúbbur með stóran völl. Leikmennirnir eru í heimsklassa og spila skemmtilegan bolta sem skiptir miklu máli," segir Gylfi sem semur við Tottenham til fimm ára. Gylfi er hvergi banginn þrátt fyrir að semja til svo langs tíma við félagið. „Nei, þetta er á mjög fínum stað í Englandi, toppfélag með glænýtt æfingasvæði sem er að klárast í þessum mánuði. Þetta er mjög skemmtilegt lið svo ég er bara mjög ánægður að vera kominn til Tottenham," segir Gylfi sem telur leikstíl Tottenham henta sér vel. „Já, ég held það. Þeir eru með Aaron Lennon og Gareth Bale á köntunum sem eru öskusnöggir. Gareth var að skrifa undir nýjan samning svo hann verður þarna í einhver tímabil. Það hentar mér að þeir eru fljótir að hlaupa upp kantinn og gefa fyrir. Þá get ég reynt að mæta á réttum tíma inn í boxið," segir Gylfi sem segir Tottenham stefna á Meistaradeildarsæti á næstu leiktíð. „Við rétt misstum af Meistaradeildinni á síðasta ári en erum í Evrópudeildinni núna. Markmiðið held ég að sé að komast í Meistaradeildina á næsta ári. Liðið hefur verið að hafna í kringum fjórða sæti síðustu tvö árin svo markmiðið hlýtur að vera að bæta sig frá síðasta tímabili og vonandi gengur það." „Það var mjög skemmtilegt að vera þar. Við spiluðum skemmtilegan bolta og ég naut mín mjög vel þar," segir Gylfi.
Tengdar fréttir FH og Breiðablik fá á annan tug milljóna vegna sölu Gylfa FH og Breiðablik eiga bæði rétt á samstöðubótum vegna sölu Gylfa Þórs Sigurðssonar til Tottenham. Samtals fá íslensku félögin á annan tug milljóna króna. 4. júlí 2012 14:32 Gylfi einn dýrasti leikmaður Íslands frá upphafi Óhætt er að fullyrða að Gylfi Þór Sigurðsson sé orðinn einn dýrasti knattspyrnumaður Íslandssögunnar en hann gekk í dag í raðir Tottenham á Englandi. 4. júlí 2012 12:55 Guðni hlakkar til að sjá Gylfa spila Guðni Bergsson, lögfræðingur og fyrrverandi knattspyrnumaður hjá enska liðinu Tottenham, hlakkar til að sjá Gylfa Sigurðsson spila með liðinu. Eins og greint var frá í dag er Gylfi búinn að semja við liðið. Guðni hefur fylgst með Tottenham undanfarin ár og telur að Gylfi eigi góða möguleika á að láta ljós sitt skína. 4. júlí 2012 12:43 Tottenham staðfestir komu Gylfa Tottenham hefur staðfest komu Gylfa Þórs Sigurðssonar til félagsins. Frétt birtist þess efnis birtist á heimasíðu þess í dag. 4. júlí 2012 11:45 Enskur fréttavefur segir Gylfa fá tíu milljónir í vikulaun | Kaupverðið óuppgefið Fréttavefurinn Goal.com greinir frá því í dag að Gylfi Þór Sigurðsson muni fá 50 þúsund pund, rétt tæpar tíu milljónir króna, í vikulaun hjá Tottenham. 4. júlí 2012 12:32 Fyrsti deildarleikur Gylfa í Newcastle Gylfi Þór Sigurðsson mun mögulega spila sinn fyrsta deildarleik í búningi Tottenham á Sports Direct Arena í Newcastle. 4. júlí 2012 13:13 Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira
FH og Breiðablik fá á annan tug milljóna vegna sölu Gylfa FH og Breiðablik eiga bæði rétt á samstöðubótum vegna sölu Gylfa Þórs Sigurðssonar til Tottenham. Samtals fá íslensku félögin á annan tug milljóna króna. 4. júlí 2012 14:32
Gylfi einn dýrasti leikmaður Íslands frá upphafi Óhætt er að fullyrða að Gylfi Þór Sigurðsson sé orðinn einn dýrasti knattspyrnumaður Íslandssögunnar en hann gekk í dag í raðir Tottenham á Englandi. 4. júlí 2012 12:55
Guðni hlakkar til að sjá Gylfa spila Guðni Bergsson, lögfræðingur og fyrrverandi knattspyrnumaður hjá enska liðinu Tottenham, hlakkar til að sjá Gylfa Sigurðsson spila með liðinu. Eins og greint var frá í dag er Gylfi búinn að semja við liðið. Guðni hefur fylgst með Tottenham undanfarin ár og telur að Gylfi eigi góða möguleika á að láta ljós sitt skína. 4. júlí 2012 12:43
Tottenham staðfestir komu Gylfa Tottenham hefur staðfest komu Gylfa Þórs Sigurðssonar til félagsins. Frétt birtist þess efnis birtist á heimasíðu þess í dag. 4. júlí 2012 11:45
Enskur fréttavefur segir Gylfa fá tíu milljónir í vikulaun | Kaupverðið óuppgefið Fréttavefurinn Goal.com greinir frá því í dag að Gylfi Þór Sigurðsson muni fá 50 þúsund pund, rétt tæpar tíu milljónir króna, í vikulaun hjá Tottenham. 4. júlí 2012 12:32
Fyrsti deildarleikur Gylfa í Newcastle Gylfi Þór Sigurðsson mun mögulega spila sinn fyrsta deildarleik í búningi Tottenham á Sports Direct Arena í Newcastle. 4. júlí 2012 13:13