„Ég setti sýninguna saman ásamt Benoit-Swan Pouffer listrænum stjórnanda flokksins og gerði búningana. Ég réð myndlistar- og tónlistarmenn og fékk Hildi Yeoman, fatahönnuð, til að aðstoða mig við búningana," segir Edda en hún sá tískusýningu Hildar á Reykjavík Fashion Festival og heillaðist. Hún fékk jafnframt Andreu Helgadóttur til að sjá um förðun en þær eiga langt samstarf að baki. Þema danssýningarinnar var endurvinnsla og fyrir utan hönnun Hildar var allur heimurinn úr endurunnum efnivið.
„Dansflokkurinn setur upp eina óhefðbundna sýningu á ári. Ég var í sama hlutverki í fyrra en þá fékk ég Ratatat til liðs við okkur. Núna réðum við tónlistarmanninn Mikael Karlsson og vorum með mannlegan taktkjaft sem breytti um takt um leið og dansararnir snertu ákveðinn skúlptúr," útskýrir Edda.
Hægt er að kynna sér sýninguna nánar á heimasíðu hennar, cedarlakedance.com, en dansflokkurinn er nú á ferðalagi um Evrópu og sýnir á Montpellier danshátíðinni um helgina. Samstarf Eddu við flokkinn heldur áfram í næstu óhefðbundnu sýningu sem verður unnin með Diane Von Furstenberg og Michael Bloomberg, borgarstjóra New York, að ári.

Nú vinnur hún að öðru tískumyndbandi sínu fyrir hið þekkta W Magazine. Það fyrra, Phases, má sjá hér.Hér er jafnframt hægt að sjá nokkra búninga Eddu fyrir Cedar Lake dansflokkinn.
hallfridur@frettabladid.is