Fólk lítur björtum augum til framtíðar Jóhanna Margrét Gísladóttir skrifar 22. júlí 2012 12:00 Guðrún Jóna Jónsdóttir, formaður ungra jafnaðarmanna, er nú stödd í Noregi. mynd/AFP Norðmenn minnast þess í dag að eitt ár er liðið frá voðaverkunum í Útey og Osló þar sem fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik drap 77 manns og særði 242. Formaður ungra jafnaðarmanna sem verður viðstödd minningarathöfn í Útey í dag segir fólk líta björtum augum til framtíðarinnar og vilja halda hugsjónum þeirra sem voru drepnir á lofti. Dagurinn hófst með minningarathöfn í miðborg Osló þar sem blómsveigur var lagður á staðinn þar sem bílasprengja sprakk fyrir ári síðan og 8 manns létu lífið.Jens Stoltenberg forsætisráðherra Noregs og Haraldur fimmti Noregskonungur voru viðstaddir. Stoltenberg sagði Breivik ekki hafa tekist ætlunarverk sitt að eyðileggja vilja Noregs til að vera fjölþjóðlegt samfélag. Þá var einnig minningarguðþjónusta í dómkirkjunni í Osló í morgun og síðar í dag verða minningarathafnir í Útey og tónleikar í miðborg Osló. Guðrún Jóna Jónsdóttir formaður ungra jafnaðarmanna er nú stödd í Noregi og var hún á leið á minningarathöfn í Útey þegar fréttastofa náði tali af henni í morgun. „Við erum sem sagt hérna saman, alþjóðafulltrúar allstaðar að, krakkar sem voru í Útey í fyrra og svo formenn norðurlanda ungra jafnaðarmannasamtakanna," segir Guðrún. Hún segir Stoltenberg hafa sett tóninn fyrir daginn í morgun. „Hann sagði: „Við munum aldrei gleyma, aldrei gleyma þeim sem voru drepnir, þeirra hugsjónum og aldrei gleyma því að svona hlutir geta gerst ef við erum ekki alltaf á verði." Stemmningin er svona, það eru allir fullir af von um framtíðina og hugsjónum þeirra sem voru drepnir í þessum voðalega atburði." Hún segir Norðmenn hafa staðið mjög vel að viðburðum dagsins og þau muni fá frjálsan tíma á eyjunni í dag til að íhuga það sem gerðist og minnast hinna látnu.Hvernig líður þér sjálfri að vera að fara þarna út í eyjuna þar sem þessir atburðir áttu sér stað? „Ég er ekkert búin að hlakka til. Ég er búin að kvíða fyrir þessum degi, það er mikið af tilfinningum sem værast um í manni og ofboðslega mikil sorg og skilningsleysi fyrir þessum hugsjónum. Ég samt held að þetta verði gott fyrir mig og alla sem eru að fara og geta sýnt samhuginn sem allir Íslendingar finna fyrir norðmönnum í dag og gerðu svo sannarlega fyrir ári síðan." Hér heima munu ungir jafnaðarmenn standa fyrir stuttri athöfn í minningarlundinum við Norræna húsið í Vatnsmýri til að minnast fórnarlamba voðaverkanna og hefst hún klukkan hálf níu í kvöld. Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Fleiri fréttir Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Sjá meira
Norðmenn minnast þess í dag að eitt ár er liðið frá voðaverkunum í Útey og Osló þar sem fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik drap 77 manns og særði 242. Formaður ungra jafnaðarmanna sem verður viðstödd minningarathöfn í Útey í dag segir fólk líta björtum augum til framtíðarinnar og vilja halda hugsjónum þeirra sem voru drepnir á lofti. Dagurinn hófst með minningarathöfn í miðborg Osló þar sem blómsveigur var lagður á staðinn þar sem bílasprengja sprakk fyrir ári síðan og 8 manns létu lífið.Jens Stoltenberg forsætisráðherra Noregs og Haraldur fimmti Noregskonungur voru viðstaddir. Stoltenberg sagði Breivik ekki hafa tekist ætlunarverk sitt að eyðileggja vilja Noregs til að vera fjölþjóðlegt samfélag. Þá var einnig minningarguðþjónusta í dómkirkjunni í Osló í morgun og síðar í dag verða minningarathafnir í Útey og tónleikar í miðborg Osló. Guðrún Jóna Jónsdóttir formaður ungra jafnaðarmanna er nú stödd í Noregi og var hún á leið á minningarathöfn í Útey þegar fréttastofa náði tali af henni í morgun. „Við erum sem sagt hérna saman, alþjóðafulltrúar allstaðar að, krakkar sem voru í Útey í fyrra og svo formenn norðurlanda ungra jafnaðarmannasamtakanna," segir Guðrún. Hún segir Stoltenberg hafa sett tóninn fyrir daginn í morgun. „Hann sagði: „Við munum aldrei gleyma, aldrei gleyma þeim sem voru drepnir, þeirra hugsjónum og aldrei gleyma því að svona hlutir geta gerst ef við erum ekki alltaf á verði." Stemmningin er svona, það eru allir fullir af von um framtíðina og hugsjónum þeirra sem voru drepnir í þessum voðalega atburði." Hún segir Norðmenn hafa staðið mjög vel að viðburðum dagsins og þau muni fá frjálsan tíma á eyjunni í dag til að íhuga það sem gerðist og minnast hinna látnu.Hvernig líður þér sjálfri að vera að fara þarna út í eyjuna þar sem þessir atburðir áttu sér stað? „Ég er ekkert búin að hlakka til. Ég er búin að kvíða fyrir þessum degi, það er mikið af tilfinningum sem værast um í manni og ofboðslega mikil sorg og skilningsleysi fyrir þessum hugsjónum. Ég samt held að þetta verði gott fyrir mig og alla sem eru að fara og geta sýnt samhuginn sem allir Íslendingar finna fyrir norðmönnum í dag og gerðu svo sannarlega fyrir ári síðan." Hér heima munu ungir jafnaðarmenn standa fyrir stuttri athöfn í minningarlundinum við Norræna húsið í Vatnsmýri til að minnast fórnarlamba voðaverkanna og hefst hún klukkan hálf níu í kvöld.
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Fleiri fréttir Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Sjá meira