71 árs öldungur meðal keppenda á Eimskipsmótaröðinni Valur Jónatansson skrifar 17. ágúst 2012 12:44 Viktor Ingi Sturlaugsson. Mynd/Valur Jónatansson Fimmta og næst síðasta stigamót sumarsins á Eimskipsmótaröðinni í golfi hófst á Kiðjabergsvelli í sól og blíðu í morgun. 50 keppendur eru skráðir til leiks, 40 í karlaflokki og 10 í kvennaflokki, og verða spilaðar 54 holur á þremur dögum. Það vakti athygli að elsti keppandinn í mótinu er 71 árs, en hann heitir Viktor Ingi Sturlaugsson úr GR. Viktor Ingi er gamalreyndur kylfingur og sagðist alltaf hafa langað að vera með á íslensku mótaröðinni. Þar sem ekki var fullt í mótið um helgina fékk hann að vera með, enda er hann með forgjöf sem er innan þeirra marka sem til þarf, eða 8,3. Sonur hans, Viktor Rafn Viktorsson, er einnig með í mótinu. „Ég hef átt mér þann draum að spila á mótaröðinni og nú hefur hann ræst. Ég verð 72 ára í haust og því er líklega afar sérstakt að sjá svo gamalan mann með, en ég nýt þess að spila golf með unga fólkinu," sagði Viktor Ingi þegar hann hafði lokið við fyrstu 9 holurnar í morgun. „Ég var reyndar að spila þessar fyrri níu á Kiðjabergsvelli í fyrsta sinn. Þetta gekk svona þokkalega, nokkur pör og svo smá sprengjur. Lék þessar 9 holur á 48 höggum og reyni að gera betur á seinni hluta vallarins sem ég þekki aðeins," sagði þessi flotti kylfingur sem kemst í sögubækurnar fyrir að vera elsti kylfingurinn sem tekur þátt í íslensku mótaröðinni. Hann verður 72 ára 14. nóvember. Hægt er að fylgjast með skori keppenda á golf.is en þar er skorið uppfært á þriggja holna fresti. Golf Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Fimmta og næst síðasta stigamót sumarsins á Eimskipsmótaröðinni í golfi hófst á Kiðjabergsvelli í sól og blíðu í morgun. 50 keppendur eru skráðir til leiks, 40 í karlaflokki og 10 í kvennaflokki, og verða spilaðar 54 holur á þremur dögum. Það vakti athygli að elsti keppandinn í mótinu er 71 árs, en hann heitir Viktor Ingi Sturlaugsson úr GR. Viktor Ingi er gamalreyndur kylfingur og sagðist alltaf hafa langað að vera með á íslensku mótaröðinni. Þar sem ekki var fullt í mótið um helgina fékk hann að vera með, enda er hann með forgjöf sem er innan þeirra marka sem til þarf, eða 8,3. Sonur hans, Viktor Rafn Viktorsson, er einnig með í mótinu. „Ég hef átt mér þann draum að spila á mótaröðinni og nú hefur hann ræst. Ég verð 72 ára í haust og því er líklega afar sérstakt að sjá svo gamalan mann með, en ég nýt þess að spila golf með unga fólkinu," sagði Viktor Ingi þegar hann hafði lokið við fyrstu 9 holurnar í morgun. „Ég var reyndar að spila þessar fyrri níu á Kiðjabergsvelli í fyrsta sinn. Þetta gekk svona þokkalega, nokkur pör og svo smá sprengjur. Lék þessar 9 holur á 48 höggum og reyni að gera betur á seinni hluta vallarins sem ég þekki aðeins," sagði þessi flotti kylfingur sem kemst í sögubækurnar fyrir að vera elsti kylfingurinn sem tekur þátt í íslensku mótaröðinni. Hann verður 72 ára 14. nóvember. Hægt er að fylgjast með skori keppenda á golf.is en þar er skorið uppfært á þriggja holna fresti.
Golf Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira