Erlent

Pussy Riot í tveggja ára fangelsi

Jón Hákon Halldórsson skrifar

Allar konurnar í Pussy Riot voru í dag dæmdar í tveggja ára fangelsi fyrir óeirðir þegar þær héldu pönkmessu í kapellu í Moskvu í febrúar á þessu ári. Dómarinn greindi frá refsingunni núna rétt fyrir klukkan tvö. Hámarksrefsing er sjö ára fangelsi en saksóknari krafðist þriggja ára.

Fjöldi fólks víðsvegar um heim hefur sýnt konunum stuðning, en margir telja að tilgangurinn með þessum dómi sé að brjóta á bak aftur mótmæli. Tónlistarmennirnir Madonna, Paul McCartney og Björk Guðmundsdóttir hafa allir kallað eftir því að konurnar þrjár verði látnar lausar.

Dómarinn sagði í dag að konurnar hefðu gerst sekar um óeirðir og að baki þeim lægi trúarhatur, en rússneska Rétttrúnaðarkirkjan stendur þétt að baki Pútin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×