Wenger telur 5% líkur á því að Arsenal komist áfram Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 6. mars 2012 11:30 Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal hefur enn trú á því að lið hans geti komist áfram 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar þrátt fyrir 4-0 tap gegn AC Milan á Ítalíu fyrir þremur vikum. Getty Images / Nordic Photos Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal hefur enn trú á því að lið hans geti komist áfram 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar þrátt fyrir 4-0 tap gegn AC Milan á Ítalíu fyrir þremur vikum. Frakkinn hefur á undanförnum þremur vikum reynt að sannfæra leikmenn Arsenal um að allt sé mögulegt í íþróttum og þar kemur spænska liðið Deportivo La Coruna við sögu. Sóknarleikur verður aðalmálið hjá Arsenal þar sem Robin van Persie verður helsta vopn Arsenal. Wenger vonast til þess að fyrirliði Arsenal verði í miklum ham í kvöld – og geti jafnvel endurtekið afrek Deportivo La Coruna. Fyrir átta árum tapaði spænska liðið 4-1 á útivelli gegn AC Milan sem hafði titil að verja í Meistaradeildinni á þeim tíma. Deportivo La Coruna vann síðari leikinn 4-0 á heimavelli og komst í undanúrslit keppninnar. „Það eru fimm prósent líkur á því að við komumst áfram," sagði Wenger við fréttamenn í gær. „Ef við skoðum úrslit síðustu ára þá er þetta staðreynd. Ég lifi ekki í draumaveröld og ég veit að staðan er ekki auðveld. Það sem skiptir máli er að við höfum trú á því að þetta sé hægt. Það eru margir sem efast um okkur, og það er mikilvægt að við deilum ekki þeirri skoðun. Við verðum að trúa því að við getum látið það ómögulega gerast," bætti Wenger við. „Andlegi þátturinn skiptir mestu máli. Við þurfum að verjast vel en í sóknarleiknum verðum við að taka áhættu," sagði Wenger og bendir á að Arsenal hafi skorað 12 mörk í síðustu tveimur deildarleikjum á heimavelli. Mikel Arteta, Aaron Ramsey, Yossi Benayoun, Francis Coquelin og Abou Diaby verða ekki í liði Arsenal í kvöld. Tomas Rosicky á við meiðsli að stríða í nára en hann ætlar sér samt sem áður að vera með. Allt bendir til þess að Theo Walcott og Alex Oxlade-Chamberlain verði á köntunum í liði Arsenal í kvöld, van Persie og Gervinho í framlínunni. Upphitun fyrir leikina hefst kl. 19.00 þar sem Þorsteinn J tekur á móti gestum. Dagskráin í kvöld á Stöð 2 sport: 19:00 Þorsteinn J. og gestir - upphitun Meistaradeild Evrópu [Stöð 2 Sport] 19:30 Benfica - Zenit St. Petersburg Meistaradeild Evrópu [Stöð 2 Sport 3] 19:30 Arsenal - AC Milan Meistaradeild Evrópu [Stöð 2 Sport HD] [Stöð 2 Sport] 19:40 Birmingham - Chelsea FA bikarinn [Stöð 2 Sport 4] 21:45 Þorsteinn J. og gestir - meistaramörkin Meistaradeild Evrópu [Stöð 2 Sport] Meistaradeild Evrópu Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Í beinni: Liverpool-Accrington Stanley | Sextán ára strákur byrjar hjá Liverpool Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Körfubolti Fleiri fréttir Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Í beinni: Liverpool-Accrington Stanley | Sextán ára strákur byrjar hjá Liverpool Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Sjá meira
Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal hefur enn trú á því að lið hans geti komist áfram 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar þrátt fyrir 4-0 tap gegn AC Milan á Ítalíu fyrir þremur vikum. Frakkinn hefur á undanförnum þremur vikum reynt að sannfæra leikmenn Arsenal um að allt sé mögulegt í íþróttum og þar kemur spænska liðið Deportivo La Coruna við sögu. Sóknarleikur verður aðalmálið hjá Arsenal þar sem Robin van Persie verður helsta vopn Arsenal. Wenger vonast til þess að fyrirliði Arsenal verði í miklum ham í kvöld – og geti jafnvel endurtekið afrek Deportivo La Coruna. Fyrir átta árum tapaði spænska liðið 4-1 á útivelli gegn AC Milan sem hafði titil að verja í Meistaradeildinni á þeim tíma. Deportivo La Coruna vann síðari leikinn 4-0 á heimavelli og komst í undanúrslit keppninnar. „Það eru fimm prósent líkur á því að við komumst áfram," sagði Wenger við fréttamenn í gær. „Ef við skoðum úrslit síðustu ára þá er þetta staðreynd. Ég lifi ekki í draumaveröld og ég veit að staðan er ekki auðveld. Það sem skiptir máli er að við höfum trú á því að þetta sé hægt. Það eru margir sem efast um okkur, og það er mikilvægt að við deilum ekki þeirri skoðun. Við verðum að trúa því að við getum látið það ómögulega gerast," bætti Wenger við. „Andlegi þátturinn skiptir mestu máli. Við þurfum að verjast vel en í sóknarleiknum verðum við að taka áhættu," sagði Wenger og bendir á að Arsenal hafi skorað 12 mörk í síðustu tveimur deildarleikjum á heimavelli. Mikel Arteta, Aaron Ramsey, Yossi Benayoun, Francis Coquelin og Abou Diaby verða ekki í liði Arsenal í kvöld. Tomas Rosicky á við meiðsli að stríða í nára en hann ætlar sér samt sem áður að vera með. Allt bendir til þess að Theo Walcott og Alex Oxlade-Chamberlain verði á köntunum í liði Arsenal í kvöld, van Persie og Gervinho í framlínunni. Upphitun fyrir leikina hefst kl. 19.00 þar sem Þorsteinn J tekur á móti gestum. Dagskráin í kvöld á Stöð 2 sport: 19:00 Þorsteinn J. og gestir - upphitun Meistaradeild Evrópu [Stöð 2 Sport] 19:30 Benfica - Zenit St. Petersburg Meistaradeild Evrópu [Stöð 2 Sport 3] 19:30 Arsenal - AC Milan Meistaradeild Evrópu [Stöð 2 Sport HD] [Stöð 2 Sport] 19:40 Birmingham - Chelsea FA bikarinn [Stöð 2 Sport 4] 21:45 Þorsteinn J. og gestir - meistaramörkin Meistaradeild Evrópu [Stöð 2 Sport]
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Í beinni: Liverpool-Accrington Stanley | Sextán ára strákur byrjar hjá Liverpool Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Körfubolti Fleiri fréttir Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Í beinni: Liverpool-Accrington Stanley | Sextán ára strákur byrjar hjá Liverpool Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Sjá meira