Enski boltinn

Laudrup farinn að leita að arftaka Gylfa

Gylfi í leik með Swansea.
Gylfi í leik með Swansea.
Michael Laudrup, stjóri Swansea, virðist vera búinn að sætta sig við að missa Gylfa Þór Sigurðsson frá félaginu því hann er þegar farinn að leita að arftaka hans hjá Swansea.

Gylfi er staddur í Englandi þessa dagana í viðræðum við þarlend félög. Ólíklegt er talið að hann semji við Swansea.

"Ef Gylfi fer þá vantar okkur sóknarsinnaðan miðjumann. Það sem meira er þá vantar okkur mörk. Við verðum að skoða okkur möguleika í þeim efnum," sagði Laudrup.

"Ef við missum mann sem skorar 7-9 mörk eins og Gylfi gerði þá verður að finnan annan mann í staðinn."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×