Hvað hefðir þú gert Ólafur ritstjóri? Jóhann Hauksson skrifar 23. júní 2012 12:08 Gerð eru hróp að Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra þessa dagana og hún sökuð um kynjamisétti. Það gerir jafnvel maður sem sagði fyrir hönd fjölmiðla í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, að fólk hefði bara þagað og ekki þorað eða viljað tala fyrir hrun. „Það hafði kannski vitneskju um eitthvað sem það taldi vafasamt í systeminu, en það voru allir komnir á góð laun eða voru í arðbærum verkefnum o.s.frv, " sagði núverandi ritstjóri Fréttablaðsins við rannsóknarnefndina og vísaði þar til meðvirkni fjölmiðla. Ég gef mér að stundum hafi sú þöggun, sem ritstjórinn lýsti frammi fyrir rannsóknarnefndinni, strítt gegn grundvallarprinsípum hans sjálfs. Vandlætingartón ritstjórans fann ég þegar ég las leiðara Fréttablaðsins í dag þar sem krafist er að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra biðji bæði konur og aðra kjósendur afsökunar á svikum sínum við jafréttisbaráttuna í máli sem Anna Kristín Ólafsdóttir höfðaði gegn henni vegna skipunar í embætti skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu. „Ráðherrann virðist ekki átta sig á að aðalatriðið í þessu máli er ekki hvort niðurstaða kærunefndarinnar sé rétt, heldur hvort Jóhanna sé sjálfri sér samkvæm og hvort ímyndin sem oft er dregin upp af henni sem prinsippföstum stjórnmálamanni sé sönn," segir í leiðaranum. Veruleikinn og prinsípin Kærunefnd jafnréttismála vó og mat á sínum tíma verðleika þeirra fimm sem til greina höfðu komið úr hópi 21 umsækjanda. Þeir höfðu áður verið mældir hátt og lágt samkvæmt nútímalegum og faglegum aðferðum. Sá er starfið hlaut fékk flest stigin í því mati af þeim fimm sem höfnuðu í úrvalsflokki, málshöfðandinn í því fimmta. Kærunefndin komst að því að númer 1 og númer 5 væru að minnsta kosti jafnhæf til að gegna skrifstofustjórastöðu í forsætisráðuneytinu eftir þessa athugun sína. Á þeirri forsendu hefði Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra borið að veita því kyni embættið sem á hallar í embættismannakerfinu, sagði kærunefndin og vísaði í lög. Jóhanna kaus - í góðri trú - að skipa þann sem hafnaði í efsta sæti. Þegar upp hófust málaferli af hálfu nr.5 bauð hún sættir. Af prinsípástæðum vildi Jóhanna ekki fara í hart gegn kynsystur sinni. Af prinsípástæðum vildi hún ekki véfengja úrskurð kærunefndar jafnréttismála. Hún notaði ekki réttinn til að höfða mál til ógildingar úrskurði kærunefndarinnar af prinsípástæðum jafnvel þótt færustu ráðgjafar og sérfræðingar teldu miklar líkur á að slíkt mál yrði dæmt henni í vil. Þar með batt hún sjálf hendur Héraðsdóms Reykjavíkur; úrskurðurinn gegn henni skyldi gilda eins og staðfest var í dómsorði. Að fengnum þessum úrskurði kærunefndarinnar voru aðstæður hennar þessar: Að höfða ógildingarmál gegn kynsystur sinni og kærunefndinni var auðvitað ekki góður kostur. Að gera það ekki var líka eins og að leggja höfuðið undir öxina. Frændinn, flokkslínur og prinsíp Nú geta menn velt fyrir sér prinsípum, heilindum og hverju sem vera skal sem snertir jafnréttismál. Fæstir, sem þekkja jafnréttisbaráttuna vel og hafa tekið þátt í henni, véfengja heilindi Jóhönnu í þeim efnum. Þann vörð hefur hún staðið í marga áratugi. Það gerði hún einnig þegar Birni Bjarnasyni, þáverandi dómsmálaráðherra, þóknaðist í ágúst árið 2003 að skipa Ólaf Börk Þorvaldsson, frænda Davíðs Oddssonar í embætti hæstaréttardómara. Hæfasti umsækjandinn, Hjördís Hákonardóttir, skaut málinu til kærunefndar um jafnréttismál og komst nefndin að þeirri niðurstöðu að Björn hefði brotið jafnréttislög með því að skipa Ólaf Börk. Hann hafði hreint ekki verið metinn jafn hæfur og Hjördís. Í bók sinni, Rosabaugur yfir Íslandi, hefur Björn Bjarnason eftirfarandi um þessi embættisverk sína að segja: „Réttmæt vonbrigði eiga ekkert skylt við heiftina sem einkenndi gagnrýni á ákvörðun mína um að skipa Ólaf Börk Þorvaldsson dómara í hæstarétti síðla sumars 2003. Heiftin átti sér annarlegar rætur og sætti Ólafur Börkur einelti vegna skyldleika við Davíð Oddsson." Það var og. Veruleikinn séður í gegn um flokksgleraugun. Nú er Jóhanna gagnrýnd fyrir að hafa valið þann sem hæfastur þótti samkvæmt faglegu og óháðu mati. Þessu mati var kærunefndin einfaldlega ekki sammála, breytti því og úrskurðaði. Ég hef ekki forsendur til að gagnrýna það. Ljóst er að Jóhanna, sem skipaði mann í embætti í góðri trú, gerði það ekki heldur. Ég fæ ekki betur séð en að Jóhanna hafi viljað fylgja faglegu mati út í æsar (prinsípfesta) þegar valinn var skrifstofustjóri. Ég held hins vegar að Björn Bjarnason hafi fylgt „prinsípum" klíkuþjóðfélgsins út í æsar þegar hann valdi hæstaréttardómara. Hvað hefðir þú gert Ólafur ritstjóri í sporum Jóhönnu? Finnst þér að Björn Bjarnason eigi að biðja Hjördísi velvirðingar á því að hafa skipað Ólaf Börk hæstaréttardómara gegn öllum prinsípum, lögum og úrskurðum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Hauksson Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Sjá meira
Gerð eru hróp að Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra þessa dagana og hún sökuð um kynjamisétti. Það gerir jafnvel maður sem sagði fyrir hönd fjölmiðla í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, að fólk hefði bara þagað og ekki þorað eða viljað tala fyrir hrun. „Það hafði kannski vitneskju um eitthvað sem það taldi vafasamt í systeminu, en það voru allir komnir á góð laun eða voru í arðbærum verkefnum o.s.frv, " sagði núverandi ritstjóri Fréttablaðsins við rannsóknarnefndina og vísaði þar til meðvirkni fjölmiðla. Ég gef mér að stundum hafi sú þöggun, sem ritstjórinn lýsti frammi fyrir rannsóknarnefndinni, strítt gegn grundvallarprinsípum hans sjálfs. Vandlætingartón ritstjórans fann ég þegar ég las leiðara Fréttablaðsins í dag þar sem krafist er að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra biðji bæði konur og aðra kjósendur afsökunar á svikum sínum við jafréttisbaráttuna í máli sem Anna Kristín Ólafsdóttir höfðaði gegn henni vegna skipunar í embætti skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu. „Ráðherrann virðist ekki átta sig á að aðalatriðið í þessu máli er ekki hvort niðurstaða kærunefndarinnar sé rétt, heldur hvort Jóhanna sé sjálfri sér samkvæm og hvort ímyndin sem oft er dregin upp af henni sem prinsippföstum stjórnmálamanni sé sönn," segir í leiðaranum. Veruleikinn og prinsípin Kærunefnd jafnréttismála vó og mat á sínum tíma verðleika þeirra fimm sem til greina höfðu komið úr hópi 21 umsækjanda. Þeir höfðu áður verið mældir hátt og lágt samkvæmt nútímalegum og faglegum aðferðum. Sá er starfið hlaut fékk flest stigin í því mati af þeim fimm sem höfnuðu í úrvalsflokki, málshöfðandinn í því fimmta. Kærunefndin komst að því að númer 1 og númer 5 væru að minnsta kosti jafnhæf til að gegna skrifstofustjórastöðu í forsætisráðuneytinu eftir þessa athugun sína. Á þeirri forsendu hefði Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra borið að veita því kyni embættið sem á hallar í embættismannakerfinu, sagði kærunefndin og vísaði í lög. Jóhanna kaus - í góðri trú - að skipa þann sem hafnaði í efsta sæti. Þegar upp hófust málaferli af hálfu nr.5 bauð hún sættir. Af prinsípástæðum vildi Jóhanna ekki fara í hart gegn kynsystur sinni. Af prinsípástæðum vildi hún ekki véfengja úrskurð kærunefndar jafnréttismála. Hún notaði ekki réttinn til að höfða mál til ógildingar úrskurði kærunefndarinnar af prinsípástæðum jafnvel þótt færustu ráðgjafar og sérfræðingar teldu miklar líkur á að slíkt mál yrði dæmt henni í vil. Þar með batt hún sjálf hendur Héraðsdóms Reykjavíkur; úrskurðurinn gegn henni skyldi gilda eins og staðfest var í dómsorði. Að fengnum þessum úrskurði kærunefndarinnar voru aðstæður hennar þessar: Að höfða ógildingarmál gegn kynsystur sinni og kærunefndinni var auðvitað ekki góður kostur. Að gera það ekki var líka eins og að leggja höfuðið undir öxina. Frændinn, flokkslínur og prinsíp Nú geta menn velt fyrir sér prinsípum, heilindum og hverju sem vera skal sem snertir jafnréttismál. Fæstir, sem þekkja jafnréttisbaráttuna vel og hafa tekið þátt í henni, véfengja heilindi Jóhönnu í þeim efnum. Þann vörð hefur hún staðið í marga áratugi. Það gerði hún einnig þegar Birni Bjarnasyni, þáverandi dómsmálaráðherra, þóknaðist í ágúst árið 2003 að skipa Ólaf Börk Þorvaldsson, frænda Davíðs Oddssonar í embætti hæstaréttardómara. Hæfasti umsækjandinn, Hjördís Hákonardóttir, skaut málinu til kærunefndar um jafnréttismál og komst nefndin að þeirri niðurstöðu að Björn hefði brotið jafnréttislög með því að skipa Ólaf Börk. Hann hafði hreint ekki verið metinn jafn hæfur og Hjördís. Í bók sinni, Rosabaugur yfir Íslandi, hefur Björn Bjarnason eftirfarandi um þessi embættisverk sína að segja: „Réttmæt vonbrigði eiga ekkert skylt við heiftina sem einkenndi gagnrýni á ákvörðun mína um að skipa Ólaf Börk Þorvaldsson dómara í hæstarétti síðla sumars 2003. Heiftin átti sér annarlegar rætur og sætti Ólafur Börkur einelti vegna skyldleika við Davíð Oddsson." Það var og. Veruleikinn séður í gegn um flokksgleraugun. Nú er Jóhanna gagnrýnd fyrir að hafa valið þann sem hæfastur þótti samkvæmt faglegu og óháðu mati. Þessu mati var kærunefndin einfaldlega ekki sammála, breytti því og úrskurðaði. Ég hef ekki forsendur til að gagnrýna það. Ljóst er að Jóhanna, sem skipaði mann í embætti í góðri trú, gerði það ekki heldur. Ég fæ ekki betur séð en að Jóhanna hafi viljað fylgja faglegu mati út í æsar (prinsípfesta) þegar valinn var skrifstofustjóri. Ég held hins vegar að Björn Bjarnason hafi fylgt „prinsípum" klíkuþjóðfélgsins út í æsar þegar hann valdi hæstaréttardómara. Hvað hefðir þú gert Ólafur ritstjóri í sporum Jóhönnu? Finnst þér að Björn Bjarnason eigi að biðja Hjördísi velvirðingar á því að hafa skipað Ólaf Börk hæstaréttardómara gegn öllum prinsípum, lögum og úrskurðum?
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar