Bayern München heldur toppsætinu í efstu deild þýska boltans eftir 2-0 sigur á Wolfsburg í gær. Dortmund fylgir í humátt á eftir með jafnmörg stig og Bæjarar en lélegri markamun. Liðið vann góðan 3-1 sigur á Hoffenheim.
Bæjarar þurftu að hafa heilmikið fyrir sigri sínum gegn Wolfsburg. Mario Gomez kom heimamönnum yfir í síðari hálfleik með sínu 17 marki á tímabilinu. Arjen Robben bætti öðru marki við í viðbótartíma þegar hann potaði boltanum yfir línuna eftir skot Ivica Olic.
Að sögn þýskra fjölmiðla voru heimamenn ósannfærandi í leiknum. Það er þó oft einkenni góðra liða að vinna þrátt fyrir að spila illa.
Japaninn Shinji Kagawa skoraði tvívegis í 3-1 sigri Dortmund á Hoffenheim. Dortmund fylgir því fast á hæla Bæjara með jafnmörg stig en lakari markamun.
Önnur úrslit gærdagsins
Augsburg 2-2 Kaiserslautern
Hertha Berlin 1-2 Hamburger SV
Werder Bremen 1-1 Bayer Leverkusen
Köln 1-0 Schalke
Bæjarar og Dortmund á sigurbraut - deila toppsætinu
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið


Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum
Enski boltinn


FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana
Íslenski boltinn



Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna
Enski boltinn

Valur tímabundið á toppinn
Handbolti


Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist
Íslenski boltinn