Byrjaði allt á bolludegi Sigríður Björg Tómasdóttir skrifar 29. janúar 2012 21:45 Hugmyndaríkar. Sesselja, Margrét og Maria Helena í stofunni hjá Sesselju þar sem lagt var á ráðin fyrir verkefnið Vinafjölskyldur í Vesturbæ. Fréttablaðið/Valli Þær Sesselja Th. Ólafsdóttir, Margrét Gylfadóttir og Maria Helena Sarabia hleyptu árið 2008 verkefninu Vinafjölskyldur í Vesturbæ af stokkunum. Sigríður Björg Tómasdóttir fékk söguna af skemmtilegri hugmynd sem varð að veruleika. „Hugmyndin að Vinafjölskylduverkefninu kviknaði á bolludag árið 2006. Þá var dóttir mín í bekk með pólskum strák, þetta var þegar var sem mest af útlendingum hér. Hún hafði eins og venja er verið send með bollu í nesti. Það var og er náttúrulega afar spennandi að fá að taka bollu með í skólann, nema hvað að þennan dag var einn nemandi sem hafði ekki bollu með sér og það var pólski strákurinn. Hann vissi ekki um þennan sið og það varpaði skugga á daginn hjá bekkjarfélögunum,“ segir Sesselja Th. Ólafsdóttir, einn aðstandenda verkefnisins Vinafjölskyldur í Vesturbæ. „Í framhaldinu fór ég að hugsa hvernig hægt væri að sporna við því að svona aðstæður kæmu upp og hugmyndin um vinafjölskyldur sem tækju að sér erlendar fjölskyldur varð til,“ segir Sesselja sem kynnti hugmyndina fyrir foreldrafélagi Vesturbæjarskóla. Þar voru tvær mæður sem höfðu mikinn áhuga á því að taka þátt í framkvæmd verkefnisins, Margrét Gylfadóttir og Maria Helena Sarabia. „Ég er móðir tvíburastúlkna og hafði fylgst með því hvernig útlend bekkjarsystir þeirra var ekki hluti bekkjarheildarinnar og var að velta fyrir mér hvað hægt væri að gera til þess að þessi stúlka yrði ein af bekkjarfélögunum,“ segir Margrét sem langaði strax til þess að standa að verkefninu með Sesselju. „Við eigum okkar hefðir og venjur auk þess sem tungumálið er tálmi fyrir flesta útlendinga þannig að huga þurfti að ýmsu.“ Náttfatadagur vekur spurningar „Ég tók á þessum tíma þátt í stuðningsfjölskylduverkefninu hjá Rauða krossinum og hafði oft velt því fyrir mér hvers vegna sambærileg þjónusta væri ekki inni í skólakerfinu. Stuðningsfjölskyldur Rauða krossins leiða útlendinga inn í samfélagið, en þar vantaði upplýsingar um skólann,“ segir Maria Helena. „Hér eru ýmsar aðrar venjur en margir eiga að venjast, náttfatadagur til dæmis. Ein útlend móðir trúði ekki barninu sínu þegar það sagði að það ætti að koma í náttfötum í skólann,“ bætir hún við. Allar búa þær í göngufæri hver við aðra í Vesturbænum. Það var því stutt að fara á fundi og þær funduðu ótal sinnum á meðan þær voru að móta verkefnið og leita leiða til þess að leysa ýmis praktísk mál sem þær vissu að þyrftu að vera alveg á hreinu áður en verkefninu væri hrint af stokkunum. „Við þurftum að berjast heilmikið fyrir því að fá verkefnið samþykkt í skólanum,“ segir Maria Helena. „Já það var mikið tilstand í kringum þetta, við þurftum auðvitað að fá samþykki skólans til að koma inn í starfið, skólayfirvöld veita okkur upplýsingar um útlendinga í skólanum,“ bætir Margrét við. „Við þurftum að búa til formúlu sem virkaði og það tók sinn tíma, árið 2007 vorum við orðnar þrjár í þessu verkefni en það var innleitt í skólann árið 2008,“ segir Sesselja. Upplýsingamiðlun aðalatriði Þær Sesselja, Margrét og Maria hefja skólaárið á því að kynna verkefnið og hafa þær óskað eftir sjálfboðaliðum, fjölskyldum sem væru tilbúnar til þess að gerast vinafjölskyldur. „Það hefur gengið ótrúlega vel að fá fólk til að taka þátt. Við leggjum mikið upp úr því að vinafjölskyldur eigi barn í bekk með erlenda barninu. Þannig getur fjölskyldan fylgst með og þýtt boð frá kennurum, upplýst um bekkjarkvöld og uppákomur," segir Margrét. Þegar vinafjölskyldur taka til starfa hittast þær með Sesselju, Margréti og Mariu, ásamt erlendu fjölskyldunni. Á þeim fundi er farið yfir hvað felst í verkefninu. „Meginhugmyndin gengur út á það að koma upplýsingum til erlendu fjölskyldunnar. Við höfum fengið styrk fyrir túlkum, en stundum er hægt að bjarga sér með google-translate, ensku eða hreinlega táknum,“ segir Sesselja. Þær leggja áherslu á að vinafjölskyldurnar þrói svo tengslin með margvíslegum hætti. „Stundum verða til vinasambönd, sem er afar dýrmætt, við viljum auðvitað að lærdómurinn liggi í báðar áttir og það er frábært þegar tengslin verða mikil og góð. Börnin njóta góðs af því og njóta vitanlega góðs af því þegar foreldrar þeirra tengjast skólanum, fylgjast með og mætta á bekkjarkvöld og þar fram eftir götunum,“ segir Margrét. Þær stöllur fylgjast svo með því hvernig fjölskyldunum gengur. Almennt segja þær mestu þörfina fyrir aðstoð fyrsta árið en svo dragi smám saman úr henni, eftir því sem innflytjendurnir ná betri tökum á íslenskunni. Breiða út boðskapinn Vinafjölskyldur í Vesturbæ hefur vakið athygli og meðal annars hafa samtökin Heimili og skóli verðlaunað verkefnið. Þrátt fyrir að þær Sesselja, Margrét og Maria sinni verkefninu í frítíma sínum fer því fjarri að þær ætli að láta duga að hafa sett þetta metnaðarfulla verkefni á laggirnar í Vesturbæjarskóla. „Það er að fara af stað hægt og rólega í Austurbæjarskóla og við höfum kynnt það í Laugarnesskóla, og vonandi fer það enn víðar," segir Sesselja að lokum. Nánar er hægt að fræðast um verkefnið á fjölda tungumála á vef Vesturbæjarskóla, www.vesturbaejarskoli.is. Mynduðust strax sterk vinatengsl Herdís Gunnarsdóttir og Laufey Karítas Einarsdóttir heyrðu báðar um verkefnið Vinafjölskyldur í Vesturbæ þegar börnin þeirra, Sólon og Sylvana, voru að hefja nám í Vesturbæjarskóla. Í bekk með börnum þeirra var hin pólska Karolina og fljótlega eftir að skólinn hófst voru Herdís og Laufey Karitas komnar í samband við móður hennar Agnezku Nowik, sem hafði þannig fengið úthlutað tveimur vinafjölskyldum. Góðir vinir Sylvana, Sólon og Karolina hafa þekkst síðan í fyrsta bekk. Þau eru góðir vinir og eru öll í 3. GH í Vesturbæjarskóla. "Þau hafa komið í heimsókn til mín,“ segir Karolina. "Já, við höfum oft hist fyrir utan skóla,“ bæta Sylvana og Sólon við.Fréttablaðið/Anton „Reynslan af þessu verkefni hefur verið mjög góð,“ segir Agneszka. „Við vorum dálítið áttavillt hér í samfélaginu og vinafjölskyldurnar okkar hjálpuðu okkur til þess að kynnast skólakerfinu og taka þátt í skólalífinu. Þetta var auðvitað sérlega gott fyrir Karolinu sem kynntist þannig öðrum krökkum strax.“ Herdís segist mæla eindregið með þátttöku í verkefninu Vinafjölskyldur. „Hjá okkur hefur tekist vel til, það mynduðust strax svo sterk vinatengsl við höldum góðu sambandi enn. Þetta verkefni er þannig að manni fer strax að finnast það alveg nauðsynlegt, það hjálpar útlendingum sem eru að setjast hér að til að tengjast samfélaginu miklu betur en ella.“ Laufey Karítas tekur undir þetta. „Mér finnst þetta hafa verið æðislegt og gaman að taka þátt í þessu verkefni. Það skiptir auðvitað miklu máli að allir skilja skilaboðin frá skólanum og þar höfum við getað hjálpað til." Agneszka segir ýmislegt hafa komið á óvart í íslensku skólakerfi. „Hér er allt miklu afslappaðra en í Póllandi, krakkarnir ávarpa kennarann með fornafni og gleðin er við völd í skólastarfinu, ekki agi og reglur.“ Hún segir að þó að hún hafi ekki sömu þörf og áður á stuðningi fjölskyldnanna tveggja þá hafi trygg bönd myndast, sem sé ómetanlegt. Grunnskólar Reykjavík Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Þær Sesselja Th. Ólafsdóttir, Margrét Gylfadóttir og Maria Helena Sarabia hleyptu árið 2008 verkefninu Vinafjölskyldur í Vesturbæ af stokkunum. Sigríður Björg Tómasdóttir fékk söguna af skemmtilegri hugmynd sem varð að veruleika. „Hugmyndin að Vinafjölskylduverkefninu kviknaði á bolludag árið 2006. Þá var dóttir mín í bekk með pólskum strák, þetta var þegar var sem mest af útlendingum hér. Hún hafði eins og venja er verið send með bollu í nesti. Það var og er náttúrulega afar spennandi að fá að taka bollu með í skólann, nema hvað að þennan dag var einn nemandi sem hafði ekki bollu með sér og það var pólski strákurinn. Hann vissi ekki um þennan sið og það varpaði skugga á daginn hjá bekkjarfélögunum,“ segir Sesselja Th. Ólafsdóttir, einn aðstandenda verkefnisins Vinafjölskyldur í Vesturbæ. „Í framhaldinu fór ég að hugsa hvernig hægt væri að sporna við því að svona aðstæður kæmu upp og hugmyndin um vinafjölskyldur sem tækju að sér erlendar fjölskyldur varð til,“ segir Sesselja sem kynnti hugmyndina fyrir foreldrafélagi Vesturbæjarskóla. Þar voru tvær mæður sem höfðu mikinn áhuga á því að taka þátt í framkvæmd verkefnisins, Margrét Gylfadóttir og Maria Helena Sarabia. „Ég er móðir tvíburastúlkna og hafði fylgst með því hvernig útlend bekkjarsystir þeirra var ekki hluti bekkjarheildarinnar og var að velta fyrir mér hvað hægt væri að gera til þess að þessi stúlka yrði ein af bekkjarfélögunum,“ segir Margrét sem langaði strax til þess að standa að verkefninu með Sesselju. „Við eigum okkar hefðir og venjur auk þess sem tungumálið er tálmi fyrir flesta útlendinga þannig að huga þurfti að ýmsu.“ Náttfatadagur vekur spurningar „Ég tók á þessum tíma þátt í stuðningsfjölskylduverkefninu hjá Rauða krossinum og hafði oft velt því fyrir mér hvers vegna sambærileg þjónusta væri ekki inni í skólakerfinu. Stuðningsfjölskyldur Rauða krossins leiða útlendinga inn í samfélagið, en þar vantaði upplýsingar um skólann,“ segir Maria Helena. „Hér eru ýmsar aðrar venjur en margir eiga að venjast, náttfatadagur til dæmis. Ein útlend móðir trúði ekki barninu sínu þegar það sagði að það ætti að koma í náttfötum í skólann,“ bætir hún við. Allar búa þær í göngufæri hver við aðra í Vesturbænum. Það var því stutt að fara á fundi og þær funduðu ótal sinnum á meðan þær voru að móta verkefnið og leita leiða til þess að leysa ýmis praktísk mál sem þær vissu að þyrftu að vera alveg á hreinu áður en verkefninu væri hrint af stokkunum. „Við þurftum að berjast heilmikið fyrir því að fá verkefnið samþykkt í skólanum,“ segir Maria Helena. „Já það var mikið tilstand í kringum þetta, við þurftum auðvitað að fá samþykki skólans til að koma inn í starfið, skólayfirvöld veita okkur upplýsingar um útlendinga í skólanum,“ bætir Margrét við. „Við þurftum að búa til formúlu sem virkaði og það tók sinn tíma, árið 2007 vorum við orðnar þrjár í þessu verkefni en það var innleitt í skólann árið 2008,“ segir Sesselja. Upplýsingamiðlun aðalatriði Þær Sesselja, Margrét og Maria hefja skólaárið á því að kynna verkefnið og hafa þær óskað eftir sjálfboðaliðum, fjölskyldum sem væru tilbúnar til þess að gerast vinafjölskyldur. „Það hefur gengið ótrúlega vel að fá fólk til að taka þátt. Við leggjum mikið upp úr því að vinafjölskyldur eigi barn í bekk með erlenda barninu. Þannig getur fjölskyldan fylgst með og þýtt boð frá kennurum, upplýst um bekkjarkvöld og uppákomur," segir Margrét. Þegar vinafjölskyldur taka til starfa hittast þær með Sesselju, Margréti og Mariu, ásamt erlendu fjölskyldunni. Á þeim fundi er farið yfir hvað felst í verkefninu. „Meginhugmyndin gengur út á það að koma upplýsingum til erlendu fjölskyldunnar. Við höfum fengið styrk fyrir túlkum, en stundum er hægt að bjarga sér með google-translate, ensku eða hreinlega táknum,“ segir Sesselja. Þær leggja áherslu á að vinafjölskyldurnar þrói svo tengslin með margvíslegum hætti. „Stundum verða til vinasambönd, sem er afar dýrmætt, við viljum auðvitað að lærdómurinn liggi í báðar áttir og það er frábært þegar tengslin verða mikil og góð. Börnin njóta góðs af því og njóta vitanlega góðs af því þegar foreldrar þeirra tengjast skólanum, fylgjast með og mætta á bekkjarkvöld og þar fram eftir götunum,“ segir Margrét. Þær stöllur fylgjast svo með því hvernig fjölskyldunum gengur. Almennt segja þær mestu þörfina fyrir aðstoð fyrsta árið en svo dragi smám saman úr henni, eftir því sem innflytjendurnir ná betri tökum á íslenskunni. Breiða út boðskapinn Vinafjölskyldur í Vesturbæ hefur vakið athygli og meðal annars hafa samtökin Heimili og skóli verðlaunað verkefnið. Þrátt fyrir að þær Sesselja, Margrét og Maria sinni verkefninu í frítíma sínum fer því fjarri að þær ætli að láta duga að hafa sett þetta metnaðarfulla verkefni á laggirnar í Vesturbæjarskóla. „Það er að fara af stað hægt og rólega í Austurbæjarskóla og við höfum kynnt það í Laugarnesskóla, og vonandi fer það enn víðar," segir Sesselja að lokum. Nánar er hægt að fræðast um verkefnið á fjölda tungumála á vef Vesturbæjarskóla, www.vesturbaejarskoli.is. Mynduðust strax sterk vinatengsl Herdís Gunnarsdóttir og Laufey Karítas Einarsdóttir heyrðu báðar um verkefnið Vinafjölskyldur í Vesturbæ þegar börnin þeirra, Sólon og Sylvana, voru að hefja nám í Vesturbæjarskóla. Í bekk með börnum þeirra var hin pólska Karolina og fljótlega eftir að skólinn hófst voru Herdís og Laufey Karitas komnar í samband við móður hennar Agnezku Nowik, sem hafði þannig fengið úthlutað tveimur vinafjölskyldum. Góðir vinir Sylvana, Sólon og Karolina hafa þekkst síðan í fyrsta bekk. Þau eru góðir vinir og eru öll í 3. GH í Vesturbæjarskóla. "Þau hafa komið í heimsókn til mín,“ segir Karolina. "Já, við höfum oft hist fyrir utan skóla,“ bæta Sylvana og Sólon við.Fréttablaðið/Anton „Reynslan af þessu verkefni hefur verið mjög góð,“ segir Agneszka. „Við vorum dálítið áttavillt hér í samfélaginu og vinafjölskyldurnar okkar hjálpuðu okkur til þess að kynnast skólakerfinu og taka þátt í skólalífinu. Þetta var auðvitað sérlega gott fyrir Karolinu sem kynntist þannig öðrum krökkum strax.“ Herdís segist mæla eindregið með þátttöku í verkefninu Vinafjölskyldur. „Hjá okkur hefur tekist vel til, það mynduðust strax svo sterk vinatengsl við höldum góðu sambandi enn. Þetta verkefni er þannig að manni fer strax að finnast það alveg nauðsynlegt, það hjálpar útlendingum sem eru að setjast hér að til að tengjast samfélaginu miklu betur en ella.“ Laufey Karítas tekur undir þetta. „Mér finnst þetta hafa verið æðislegt og gaman að taka þátt í þessu verkefni. Það skiptir auðvitað miklu máli að allir skilja skilaboðin frá skólanum og þar höfum við getað hjálpað til." Agneszka segir ýmislegt hafa komið á óvart í íslensku skólakerfi. „Hér er allt miklu afslappaðra en í Póllandi, krakkarnir ávarpa kennarann með fornafni og gleðin er við völd í skólastarfinu, ekki agi og reglur.“ Hún segir að þó að hún hafi ekki sömu þörf og áður á stuðningi fjölskyldnanna tveggja þá hafi trygg bönd myndast, sem sé ómetanlegt.
Grunnskólar Reykjavík Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira