Innlent

Fullyrt að Nubo muni leigja Grímsstaði

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Kínverski fjárfestirinn Huang Nubo ætlar að leigja Grímsstaði.
Kínverski fjárfestirinn Huang Nubo ætlar að leigja Grímsstaði.
Hlutafélag í eigu sveitarfélaga á Norðurlandi og Austurlandi mun kaupa 70% hlut í Grímsstöðum á Fjöllum og leigja það kínverska fjárfestinum Huang Nubo til fjörutíu ára. Þetta hefur fréttastofa RÚV eftir heimildarmönnum sínum. RÚV segir að Nubo muni greiða leiguna fyrirfram og þannig verði kaupin fjármögnuð.

Skiptar skoðanir voru um það fyrir fáeinum mánuðum hvort Nubo ætti að fá undanþágu til þess að kaupa landið. Hann sótti um undanþágu frá banni við fjárfestingum útlendinga í jörðum á Íslandi. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hafnaði beiðninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×