Kínverjar vilja fjárfesta í umskipunarhöfn á Íslandi Kristján Már Unnarsson skrifar 22. nóvember 2012 20:13 Kínverjar hafa rætt við íslensk stjórnvöld um að byggja hafnarmannvirki á Íslandi vegna siglinga yfir Norðurskautið. Þetta upplýsir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra en á ráðstefnu í dag sagði hann mestu viðskiptatækifæri Íslendinga á þessari öld tengjast heimskautasvæðunum. Salurinn á Grand hótel Reykjavík var þéttsetinn á ráðstefnu sem utanríkisráðuneytið, Samtök atvinnulífsins og Íslandsstofa efndu til um sóknarfæri á norðurslóðum. Ráðherrann segir að stærstu viðskiptatækifæri sem Ísland geti nýtt sér á þessari öld tengist heimsskautasvæðunum. Það séu fyrst og fremst olía og gas en einnig siglingar og flug. Og ráðherrann upplýsti að Asíuþjóðir hefðu sýnt áhuga á að fjárfesta í höfnum á Íslandi. Hann sagði í viðtali við Stöð 2 það ekkert launungarmál að meðal þeirra væru Kínverjar. Í kjölfar þess að ísbrjóturinn Snjódrekinn hefði komið hingað síðastliðið sumar hefðu verið hér á ferðinni fulltrúar mjög stórra skipafélaga, þeirra stærstu í heimi, sem hefðu átt viðræður við stjórnvöld, og býst hann við frekari tíðindum af þessum málum á næsta ári. Þeir hefðu áhuga á að þróa með Íslendingum hafnaraðstöðu. „Vegna þess að þeir eru sömu skoðunar og við Íslendingar að fyrsta leiðin sem verði fær sé miðleiðin svokallaða sem liggur beina leið yfir Norðurpólinn," segir Össur. Oftast er rætt um norðvesturleiðina meðfram Kanada og norðurleiðina meðfram Síberíu en miðleiðin þýddi að Ísland yrði í lykilstöðu. En hvernig líst Össuri á að fá kínverska fjárfestingu í íslenskum höfnum? „Mér líst ekki illa á það," svarar ráðherrann en segir fleiri þjóðir hafa áhuga. Hann nefnir Singapúr og Dubai og einnig hafi stórfyrirtæki í Evrópu verið á ferðinni á Íslandi í sömu erindagjörðum. Tengdar fréttir Norðmenn skoða Ísland sem þjónustumiðstöð olíuleitar Norðmenn gera í nýrri skýrslu um olíuleit á Noregshluta Jan Mayen-hryggjarins ráð fyrir þeim möguleika að þjónustunni verði sinnt frá Íslandi. Þrefalt lengra er að þjónusta borpalla frá Noregi. Það eru ekki bara Íslendingar sem áforma olíuleit á Jan Mayen-svæðinu. Norðmenn eru einng komnir á fullt við að undirbúa leit sín megin og miðað við þann kraft sem þeir hafa nú sett í málið gæti svo farið að þeir verði fyrri til að hefja boranir á svæðinu, jafnvel árið 2017. 12. nóvember 2012 18:51 Lifum ekki á fjallagrösum - þurfum alvörustörf "Þegar við sjáum tækifærin hérna þá er svo einkennileg árátta hjá fólki að vilja að fara að vernda allt fyrir okkur," sagði Þórunn Egilsdóttir, oddviti Vopnafjarðarhrepps, í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 í gærkvöldi. Kristján Már Unnarsson heimsótti Þórunni og eiginmann hennar, Friðbjörn Hauk Guðmundsson, en þau búa á bænum Hauksstöðum í Vesturárdal í Vopnafirði ásamt þremur börnum sínum. 5. nóvember 2012 08:45 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Kínverjar hafa rætt við íslensk stjórnvöld um að byggja hafnarmannvirki á Íslandi vegna siglinga yfir Norðurskautið. Þetta upplýsir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra en á ráðstefnu í dag sagði hann mestu viðskiptatækifæri Íslendinga á þessari öld tengjast heimskautasvæðunum. Salurinn á Grand hótel Reykjavík var þéttsetinn á ráðstefnu sem utanríkisráðuneytið, Samtök atvinnulífsins og Íslandsstofa efndu til um sóknarfæri á norðurslóðum. Ráðherrann segir að stærstu viðskiptatækifæri sem Ísland geti nýtt sér á þessari öld tengist heimsskautasvæðunum. Það séu fyrst og fremst olía og gas en einnig siglingar og flug. Og ráðherrann upplýsti að Asíuþjóðir hefðu sýnt áhuga á að fjárfesta í höfnum á Íslandi. Hann sagði í viðtali við Stöð 2 það ekkert launungarmál að meðal þeirra væru Kínverjar. Í kjölfar þess að ísbrjóturinn Snjódrekinn hefði komið hingað síðastliðið sumar hefðu verið hér á ferðinni fulltrúar mjög stórra skipafélaga, þeirra stærstu í heimi, sem hefðu átt viðræður við stjórnvöld, og býst hann við frekari tíðindum af þessum málum á næsta ári. Þeir hefðu áhuga á að þróa með Íslendingum hafnaraðstöðu. „Vegna þess að þeir eru sömu skoðunar og við Íslendingar að fyrsta leiðin sem verði fær sé miðleiðin svokallaða sem liggur beina leið yfir Norðurpólinn," segir Össur. Oftast er rætt um norðvesturleiðina meðfram Kanada og norðurleiðina meðfram Síberíu en miðleiðin þýddi að Ísland yrði í lykilstöðu. En hvernig líst Össuri á að fá kínverska fjárfestingu í íslenskum höfnum? „Mér líst ekki illa á það," svarar ráðherrann en segir fleiri þjóðir hafa áhuga. Hann nefnir Singapúr og Dubai og einnig hafi stórfyrirtæki í Evrópu verið á ferðinni á Íslandi í sömu erindagjörðum.
Tengdar fréttir Norðmenn skoða Ísland sem þjónustumiðstöð olíuleitar Norðmenn gera í nýrri skýrslu um olíuleit á Noregshluta Jan Mayen-hryggjarins ráð fyrir þeim möguleika að þjónustunni verði sinnt frá Íslandi. Þrefalt lengra er að þjónusta borpalla frá Noregi. Það eru ekki bara Íslendingar sem áforma olíuleit á Jan Mayen-svæðinu. Norðmenn eru einng komnir á fullt við að undirbúa leit sín megin og miðað við þann kraft sem þeir hafa nú sett í málið gæti svo farið að þeir verði fyrri til að hefja boranir á svæðinu, jafnvel árið 2017. 12. nóvember 2012 18:51 Lifum ekki á fjallagrösum - þurfum alvörustörf "Þegar við sjáum tækifærin hérna þá er svo einkennileg árátta hjá fólki að vilja að fara að vernda allt fyrir okkur," sagði Þórunn Egilsdóttir, oddviti Vopnafjarðarhrepps, í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 í gærkvöldi. Kristján Már Unnarsson heimsótti Þórunni og eiginmann hennar, Friðbjörn Hauk Guðmundsson, en þau búa á bænum Hauksstöðum í Vesturárdal í Vopnafirði ásamt þremur börnum sínum. 5. nóvember 2012 08:45 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Norðmenn skoða Ísland sem þjónustumiðstöð olíuleitar Norðmenn gera í nýrri skýrslu um olíuleit á Noregshluta Jan Mayen-hryggjarins ráð fyrir þeim möguleika að þjónustunni verði sinnt frá Íslandi. Þrefalt lengra er að þjónusta borpalla frá Noregi. Það eru ekki bara Íslendingar sem áforma olíuleit á Jan Mayen-svæðinu. Norðmenn eru einng komnir á fullt við að undirbúa leit sín megin og miðað við þann kraft sem þeir hafa nú sett í málið gæti svo farið að þeir verði fyrri til að hefja boranir á svæðinu, jafnvel árið 2017. 12. nóvember 2012 18:51
Lifum ekki á fjallagrösum - þurfum alvörustörf "Þegar við sjáum tækifærin hérna þá er svo einkennileg árátta hjá fólki að vilja að fara að vernda allt fyrir okkur," sagði Þórunn Egilsdóttir, oddviti Vopnafjarðarhrepps, í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 í gærkvöldi. Kristján Már Unnarsson heimsótti Þórunni og eiginmann hennar, Friðbjörn Hauk Guðmundsson, en þau búa á bænum Hauksstöðum í Vesturárdal í Vopnafirði ásamt þremur börnum sínum. 5. nóvember 2012 08:45