Samsamaði sig sjóræningjum sara@frettabladid.is skrifar 22. nóvember 2012 06:00 „Þetta er sjálfstætt framhald Indjánans. Sjóræninginn segir frá Hlemmsárunum mínum, þegar ég er á aldrinum þrettán til fimmtán ára. Í stórum dráttum segir bókin frá því þegar ég lýk barnaskóla og fer í Réttarholtsskóla. Þar varð ég fyrir miklu einelti og lenti í ákveðnum erfiðleikum, svo kynnist ég pönkinu og fer að hanga á Hlemmi," segir Jón Gnarr borgarstjóri um nýútkomna bók sína, Sjóræningjann. Bókin er skálduð ævisaga líkt og fyrri bók Jóns, Indjáninn. Jón hóf að semja Sjóræningjann stuttu eftir að hann lauk við þá fyrri, en ákvað að bíða með útgáfu bókarinnar þar til nú. „Ég vildi ekki gefa hana út strax því ég var ekki tilbúinn til þess. Í fyrra þótti mér tíminn kominn og ég settist niður og las bókina yfir og fíniseraði hana. Mér fannst mikilvægt að koma henni út, það skiptir svo miklu máli fyrir þá sem eru í líkum aðstæðum og ég var, að fá sögu einhvers sem hefur farið í gegnum það sama. Það virkar sem hvatning og veitir samhug. Á sama tíma var þetta þerapía fyrir mig og ég uppgötvaði margt í sambandi við mitt líf, og lífið almennt, við að skrifin. Bókin fékk mig til að skilja betur hver ég er og úr hverju ég er." Jón var mjög heillaður af indjánum og sjóræningjum sem barn og þaðan eru titlar bókanna fengnir. Hann leit á sjóræningja sem utangarðsfólk síns tíma og samsamaði sig þeim. „Ég var alltaf mjög heillaður af menningarsamfélögum sem ég upplifði sem frjáls samfélög. Fyrir mér var indjáni manneskja sem lifði frjáls í sátt og samlyndi við náttúruna. Þegar ég varð unglingur yfirfærðist þessi áhugi minn svolítið yfir á sjóræningja. Sjóræningjar voru gjarnan fólk sem hafði orðið undir í samfélaginu og komist í kast við lögin og varð því að flýja hið hefðbundna samfélag. Mér fannst þetta góður titill á bókina því á þessum tíma var ég að flýja skólakerfið og þá erfiðleika sem ég gekk í gegnum þar. Hlemmur var minn sjóræningjavettvangur." Sjóræninginn er önnur bókin í þríleik og mun þriðja og síðasta bókin fjalla um tímann sem Jón eyddi á heimavistarskóla á Núpi í Dýrafirði. Inntur eftir því hvort hann hafi nokkurn tíma í aflögu fyrir fjölskyldu sína á milli þess sem hann sinnir embætti borgarstjóra og listagyðjunni, svarar Jón neitandi. „Líf mitt er þannig að ég á ekkert líf," segir hann og hlær. „Ég er með standandi dagskrá alltaf. Í sumar, þegar ég ætlaði að eyða sumarfríinu mínu hjá systur minni í Noregi, þá lýsti Morgunblaðið eftir mér, eins og frægt er orðið. Þannig að ég á aldrei frí." Lífið Menning Tengdar fréttir Útpældur bókatitill Frosti Gnarr, sonur Jóns, hannar bókarkápu Sjóræningjans, en á henni má sjá mynd af húðflúri sem Jón fékk sér nítján ára gamall. 22. nóvember 2012 06:00 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira
„Þetta er sjálfstætt framhald Indjánans. Sjóræninginn segir frá Hlemmsárunum mínum, þegar ég er á aldrinum þrettán til fimmtán ára. Í stórum dráttum segir bókin frá því þegar ég lýk barnaskóla og fer í Réttarholtsskóla. Þar varð ég fyrir miklu einelti og lenti í ákveðnum erfiðleikum, svo kynnist ég pönkinu og fer að hanga á Hlemmi," segir Jón Gnarr borgarstjóri um nýútkomna bók sína, Sjóræningjann. Bókin er skálduð ævisaga líkt og fyrri bók Jóns, Indjáninn. Jón hóf að semja Sjóræningjann stuttu eftir að hann lauk við þá fyrri, en ákvað að bíða með útgáfu bókarinnar þar til nú. „Ég vildi ekki gefa hana út strax því ég var ekki tilbúinn til þess. Í fyrra þótti mér tíminn kominn og ég settist niður og las bókina yfir og fíniseraði hana. Mér fannst mikilvægt að koma henni út, það skiptir svo miklu máli fyrir þá sem eru í líkum aðstæðum og ég var, að fá sögu einhvers sem hefur farið í gegnum það sama. Það virkar sem hvatning og veitir samhug. Á sama tíma var þetta þerapía fyrir mig og ég uppgötvaði margt í sambandi við mitt líf, og lífið almennt, við að skrifin. Bókin fékk mig til að skilja betur hver ég er og úr hverju ég er." Jón var mjög heillaður af indjánum og sjóræningjum sem barn og þaðan eru titlar bókanna fengnir. Hann leit á sjóræningja sem utangarðsfólk síns tíma og samsamaði sig þeim. „Ég var alltaf mjög heillaður af menningarsamfélögum sem ég upplifði sem frjáls samfélög. Fyrir mér var indjáni manneskja sem lifði frjáls í sátt og samlyndi við náttúruna. Þegar ég varð unglingur yfirfærðist þessi áhugi minn svolítið yfir á sjóræningja. Sjóræningjar voru gjarnan fólk sem hafði orðið undir í samfélaginu og komist í kast við lögin og varð því að flýja hið hefðbundna samfélag. Mér fannst þetta góður titill á bókina því á þessum tíma var ég að flýja skólakerfið og þá erfiðleika sem ég gekk í gegnum þar. Hlemmur var minn sjóræningjavettvangur." Sjóræninginn er önnur bókin í þríleik og mun þriðja og síðasta bókin fjalla um tímann sem Jón eyddi á heimavistarskóla á Núpi í Dýrafirði. Inntur eftir því hvort hann hafi nokkurn tíma í aflögu fyrir fjölskyldu sína á milli þess sem hann sinnir embætti borgarstjóra og listagyðjunni, svarar Jón neitandi. „Líf mitt er þannig að ég á ekkert líf," segir hann og hlær. „Ég er með standandi dagskrá alltaf. Í sumar, þegar ég ætlaði að eyða sumarfríinu mínu hjá systur minni í Noregi, þá lýsti Morgunblaðið eftir mér, eins og frægt er orðið. Þannig að ég á aldrei frí."
Lífið Menning Tengdar fréttir Útpældur bókatitill Frosti Gnarr, sonur Jóns, hannar bókarkápu Sjóræningjans, en á henni má sjá mynd af húðflúri sem Jón fékk sér nítján ára gamall. 22. nóvember 2012 06:00 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira
Útpældur bókatitill Frosti Gnarr, sonur Jóns, hannar bókarkápu Sjóræningjans, en á henni má sjá mynd af húðflúri sem Jón fékk sér nítján ára gamall. 22. nóvember 2012 06:00