Tók upp samtal sitt við bæjarlögmann Jón Hákon Halldórsson skrifar 29. mars 2012 10:46 Sigrún Ágústa Bragadóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Kópavogsbæjar, tók upp samtal sitt við Þórð Clausen bæjarlögmann þar sem hann mun hafa lagt að henni að breyta framburði sínum í sakamáli sem höfðað hefur verið á hendur stjórn sjóðsins. Áður hefur komið fram að markmiðið með samtalinu hafi verið að fá sakborninga til að halda því fram fyrir dómi að Gunnar Ingi Birgisson, fyrrverandi bæjarstjóri og stjórnarmaður í lífeyrissjóðnum, hafi beitt hræðsluáróðri til að hafa sitt fram við stjórnun sjóðsins. Í yfirlýsingu sem Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður sendi fyrir hönd Sigrúnar Ágústu kemur fram að föstudaginn 6. janúar síðastliðinn hafi verið hringt var úr símanúmeri Kópvogsbæjar. „Sigrúnu fannst símtalið óviðeigandi og skrifaði því símtalið upp. Í símtalinu sagði bæjarlögmaðurinn að hann hefði verið í sambandi við tvo meðákærðu í máli Héraðsdóms Reykjaness nr. S-11/2012 og þau væru sammála að vörn ákærðu í málinu væri sú að halda því statt og stöðugt fram að meðákærði Gunnar Birgisson hafi verið hugmyndasmiðurinn að baki lánveitingum Lífeyrissjóðs Kópavogs til Kópavogsbæjar og hann hafi beitt ákærðu hótunum til þess að fá þau til þess að lúta hans vilja. Gunnar væri því höfuðpaurinn í málinu," segir í yfirlýsingunni. Þann 11. janúar síðastliðinn hafi Sigrún hringt í bæjarlögmanninn, til þess að fá nánari útskýringar á því hvað hann hefði verið að fara í fyrra símtalinu. „Símtalið var tekið upp og staðfestir upptakan að bæjarlögmaðurinn var að beita sér fyrir því að fá ákærðu til þess samræma framburði sína og varpa sök á Gunnar Inga Birgisson í sakamálinu," segir í yfirlýsingunni. Samkvæmt frásögn Sigrúnar Ágústu sagði bæjarlögmaðurinn meðal annars í símtalinu: „Ég er búinn að ræða við þau bæði Sigrúnu (Guðmundsdóttur innskot) og Jón Júl og þið verðið öll að láta það koma skýrt fram að sko að sá sem stjórnar ferðinni í þessu öllu frá a-ö er Gunnar Ingi Birgisson." Þessar skýringar Sigrúnar Ágústu eru þvert á skýringar Þórðar Clausen bæjarlögmanns sem sagði í gær að ráðleggingar sínar til hennar hafi fyrst og fremst verið þær að segja satt og rétt frá, og skýra frá þeim samskiptum sem hún hafði átt við stjórnarformann lífeyrissjóðsins og aðdraganda yfirlýsingar þeirrar sem send var til FME. Þá segir Þórður að samskipti sín við Sigrúnu Ágústu hafi verið að hennar frumkvæði. Tengdar fréttir Bæjarlögmaðurinn segir ásakanir fráleitar Þórður Clausen Þórðarson, bæjarlögfræðingur Kópavogs, segir það af og frá að hann hafi reynt að hafa áhrif á vitni á fundi sem Morgunblaðið greinir frá í dag. Orðrétt segir Þórður í yfirlýsingu sem hann sendi á fjölmiðla: 27. mars 2012 14:18 Bæjarlögmaður sakaður um að reyna að hafa áhrif á vitni Bæjarlögmaður Kópavogs, Þórður Clausen Þórðarson, á að hafa lagt til við Sigrúnu Ágústu Bragadóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðs Kópavogs, um að hún hagaði skýrslugjöf sinni fyrir dómi með þeim hætti að Gunnar I. Birgisson, bæjarfulltrúi og fyrrverandi bæjarstjóri Kópavogsbæjar, hefði beitt hræðslustjórnun þegar hann fór með völdin í bænum - og þannig stjórnað öllu ferli sjóðsins. 27. mars 2012 09:48 Mest lesið Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Vonbetri eftir daginn í dag Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Helti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Bjartsýn á að til verði stjórn sem þori að taka ákvarðanir Sjá meira
Sigrún Ágústa Bragadóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Kópavogsbæjar, tók upp samtal sitt við Þórð Clausen bæjarlögmann þar sem hann mun hafa lagt að henni að breyta framburði sínum í sakamáli sem höfðað hefur verið á hendur stjórn sjóðsins. Áður hefur komið fram að markmiðið með samtalinu hafi verið að fá sakborninga til að halda því fram fyrir dómi að Gunnar Ingi Birgisson, fyrrverandi bæjarstjóri og stjórnarmaður í lífeyrissjóðnum, hafi beitt hræðsluáróðri til að hafa sitt fram við stjórnun sjóðsins. Í yfirlýsingu sem Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður sendi fyrir hönd Sigrúnar Ágústu kemur fram að föstudaginn 6. janúar síðastliðinn hafi verið hringt var úr símanúmeri Kópvogsbæjar. „Sigrúnu fannst símtalið óviðeigandi og skrifaði því símtalið upp. Í símtalinu sagði bæjarlögmaðurinn að hann hefði verið í sambandi við tvo meðákærðu í máli Héraðsdóms Reykjaness nr. S-11/2012 og þau væru sammála að vörn ákærðu í málinu væri sú að halda því statt og stöðugt fram að meðákærði Gunnar Birgisson hafi verið hugmyndasmiðurinn að baki lánveitingum Lífeyrissjóðs Kópavogs til Kópavogsbæjar og hann hafi beitt ákærðu hótunum til þess að fá þau til þess að lúta hans vilja. Gunnar væri því höfuðpaurinn í málinu," segir í yfirlýsingunni. Þann 11. janúar síðastliðinn hafi Sigrún hringt í bæjarlögmanninn, til þess að fá nánari útskýringar á því hvað hann hefði verið að fara í fyrra símtalinu. „Símtalið var tekið upp og staðfestir upptakan að bæjarlögmaðurinn var að beita sér fyrir því að fá ákærðu til þess samræma framburði sína og varpa sök á Gunnar Inga Birgisson í sakamálinu," segir í yfirlýsingunni. Samkvæmt frásögn Sigrúnar Ágústu sagði bæjarlögmaðurinn meðal annars í símtalinu: „Ég er búinn að ræða við þau bæði Sigrúnu (Guðmundsdóttur innskot) og Jón Júl og þið verðið öll að láta það koma skýrt fram að sko að sá sem stjórnar ferðinni í þessu öllu frá a-ö er Gunnar Ingi Birgisson." Þessar skýringar Sigrúnar Ágústu eru þvert á skýringar Þórðar Clausen bæjarlögmanns sem sagði í gær að ráðleggingar sínar til hennar hafi fyrst og fremst verið þær að segja satt og rétt frá, og skýra frá þeim samskiptum sem hún hafði átt við stjórnarformann lífeyrissjóðsins og aðdraganda yfirlýsingar þeirrar sem send var til FME. Þá segir Þórður að samskipti sín við Sigrúnu Ágústu hafi verið að hennar frumkvæði.
Tengdar fréttir Bæjarlögmaðurinn segir ásakanir fráleitar Þórður Clausen Þórðarson, bæjarlögfræðingur Kópavogs, segir það af og frá að hann hafi reynt að hafa áhrif á vitni á fundi sem Morgunblaðið greinir frá í dag. Orðrétt segir Þórður í yfirlýsingu sem hann sendi á fjölmiðla: 27. mars 2012 14:18 Bæjarlögmaður sakaður um að reyna að hafa áhrif á vitni Bæjarlögmaður Kópavogs, Þórður Clausen Þórðarson, á að hafa lagt til við Sigrúnu Ágústu Bragadóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðs Kópavogs, um að hún hagaði skýrslugjöf sinni fyrir dómi með þeim hætti að Gunnar I. Birgisson, bæjarfulltrúi og fyrrverandi bæjarstjóri Kópavogsbæjar, hefði beitt hræðslustjórnun þegar hann fór með völdin í bænum - og þannig stjórnað öllu ferli sjóðsins. 27. mars 2012 09:48 Mest lesið Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Vonbetri eftir daginn í dag Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Helti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Bjartsýn á að til verði stjórn sem þori að taka ákvarðanir Sjá meira
Bæjarlögmaðurinn segir ásakanir fráleitar Þórður Clausen Þórðarson, bæjarlögfræðingur Kópavogs, segir það af og frá að hann hafi reynt að hafa áhrif á vitni á fundi sem Morgunblaðið greinir frá í dag. Orðrétt segir Þórður í yfirlýsingu sem hann sendi á fjölmiðla: 27. mars 2012 14:18
Bæjarlögmaður sakaður um að reyna að hafa áhrif á vitni Bæjarlögmaður Kópavogs, Þórður Clausen Þórðarson, á að hafa lagt til við Sigrúnu Ágústu Bragadóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðs Kópavogs, um að hún hagaði skýrslugjöf sinni fyrir dómi með þeim hætti að Gunnar I. Birgisson, bæjarfulltrúi og fyrrverandi bæjarstjóri Kópavogsbæjar, hefði beitt hræðslustjórnun þegar hann fór með völdin í bænum - og þannig stjórnað öllu ferli sjóðsins. 27. mars 2012 09:48