Fótbolti

Heiðar sló met Ásgeirs | Elsti Íþróttamaður ársins meðal fótboltamanna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Heiðar Helguson.
Heiðar Helguson. Mynd/Nordic Photos/Getty
Aðeins fjórir íþróttamenn hafa verið eldri en Heiðar Helguson þegar þeir voru valdir Íþróttamenn ársins en hinn 34 ára gamli knattspyrnumaður hjá Queens Park Rangers var í kvöld útnefndur Íþróttamaður ársins 2011.

Kúluvarparinn Guðmundur Hermannsson á metið en hann var 42 ára þegar hann var kosinn Íþróttamaður ársins 1967. Sigurbjörn Bárðarson var 41 árs þegar hann var kostinn Íþróttamaður ársins 1993.

Ólafur Stefánsson var 35 ára og 36 ára þegar hann var kosinn íþróttamaður ársins tvö ár í röð frá 2008 til 2009. Bjarni Friðriksson er síðan í fjórða sætinu en hann var aðeins nokkrum mánuðum eldri en Heiðar þegar hann var kosinn Íþróttamaður ársins 1990.

Heiðar slær hinsvegar öllum öðrum knattspyrnumönnum við því hann bætti met Ásgeirs Sigurvinssonar sem var 29 ára þegar hann var kosinn Íþróttamaður ársins 1984. Heiðar er því fyrsti knattspyrnumaðurinn sem nær þessum verðlaunum eftir að vera kominn á fertugsaldurinn.



Elstu Íþróttamenn ársins frá upphafi

42 ára - Guðmundur Hermannsson, frjálsar íþróttir 1967

41 árs - Sigurbjörn Bárðarson, hestaíþróttir 1993

36 ára - Ólafur Stefánsson, handbolti 2009

35 ára - Ólafur Stefánsson, handbolti 2008

34 ára - Bjarni Friðriksson, júdó 1990

34 ára - Heiðar Helguson, knattspyrna 2011

33 ára - Geir Sveinsson, handbolti 1997

33 ára - Hjalti Einarsson, handbolti 1971

32 ára - Skúli Óskarsson, kraftlyftingar 1980

Elstu knattspyrnumenn sem hafa verið valdir Íþróttamenn ársins:

34 ára - Heiðar Helguson, 2011

29 ára - Ásgeir Sigurvinsson, 1984

27 ára - Eiður Smári Guðjohnsen, 2005

27 ára - Guðni Kjartansson 1973

26 ára - Arnór Guðjohnsen, 1987

26 ára - Eiður Smári Guðjohnsen, 2004

25 ára - Jóhannes Eðvaldsson, 1975

21 árs - Margrét Lára Viðarsdóttir, 2007

19 ára - Ásgeir Sigurvinsson, 1974




Fleiri fréttir

Sjá meira


×