Kári Steinn og Kristjana Sæunn valin íþróttafólk ársins í Kópavogi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. janúar 2012 19:53 Kristjana Sæunn og faðir Kára Steins, Karl G. Kristinsson, en Kári gat ekki verið viðstaddur hátíðina. Kári Steinn Karlsson frjálsíþróttamaður úr Breiðabliki og Kristjana Sæunn Ólafsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2011 en verðlaun voru afhent í kvöld. Þau fengu bæði að launum farandbikar og eignarbikar jafnframt því sem Guðríður Arnardóttir, formaður bæjarráðs Kópavogs, afhenti þeim hvoru um sig 150 þúsund króna ávísun í viðurkenningarskyni frá bæjarstjórn Kópavogs. Kári Steinn og Kristjana Sæunn voru valin úr hópi 38 íþróttamanna sem fengu viðurkenningu íþróttaráðs eftir tilnefningar frá íþróttafélögunum í bænum.Kári Steinn Karlsson setti á árinu Íslandsmet í hálfu maraþoni í Reykjavík og í heilu maraþoni í Berlín. Í Berlín náði Kári jafnframt lágmarkinu fyrir Ólympíuleikana sem verða í London árið 2012. Þar með verður hann fyrstur íslenskra karla til þess að taka þátt í maraþoni á Ólympíuleikum. Með árangri sínum er Kári orðin einn fremsti maraþonhlaupari á Norðurlöndum. Auk glæsilegra afreka í maraþoni varð Kári Íslandsmeistari í 5000 metra hlaupi og bikarmeistari í 1500 og 5000 metra hlaupum. Einnig sigraði hann í öllum götu- og víðavangshlaupum sem hann tók þátt í hér á landi.Kristjana Sæunn Ólafsdóttir varð á árinu Íslands- og bikarmeistari í hópfimleikum kvenna ásamt stöllum sínum í liði Gerplu, en þær urðu Íslandsmeistarar í fjölþraut og sigruðu einnig á öllum áhöldum. Hápunktinum var hinsvegar náð í nóvember síðastliðnum þegar hún varð ásamt liðsfélögum sínum Norðurlandameistari í hópfimleikum. Kristjana Sæunn var máttarstólpi liðsins þar sem hún framkvæmdi erfiðustu æfingarnar á mótinu og var í öllum umferðum hjá Gerpluliðinu, nokkuð sem aðeins afburðaíþróttamenn gera.Flokkur ársins 2011 var kjörinn meistaraflokkur Gerplu í hópfimleikum kvenna en liðið varð Norðurlandameistari í hópfimleikum kvenna auk þess að verða bæði Íslands- og bikarmeistari.Þau sem voru tilnefnd til verðlaunanna í ár voru eftirtalin: Fanndís Friðriksdóttir knattspyrna, Hanna Rún Ólafsdóttir dans, Jón Margeir Sverrisson sund, Kári Steinn Karlsson frjálsar íþróttir, Kristjana Sæunn Ólafsdóttir hópfimleikar, Ólafur Bjarki Ragnarsson handknattleikur, Róbert Kristmannsson áhaldafimleikar, Sigurður Þór Sigurðsson dans, Stefanía Valdimarsdóttir frjálsar íþróttir og Svana Katla Þorsteinsdóttir karate. Innlendar Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Í beinni: Barcelona - Alaves | Börsungar komnir á beinu brautina? Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Sjá meira
Kári Steinn Karlsson frjálsíþróttamaður úr Breiðabliki og Kristjana Sæunn Ólafsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2011 en verðlaun voru afhent í kvöld. Þau fengu bæði að launum farandbikar og eignarbikar jafnframt því sem Guðríður Arnardóttir, formaður bæjarráðs Kópavogs, afhenti þeim hvoru um sig 150 þúsund króna ávísun í viðurkenningarskyni frá bæjarstjórn Kópavogs. Kári Steinn og Kristjana Sæunn voru valin úr hópi 38 íþróttamanna sem fengu viðurkenningu íþróttaráðs eftir tilnefningar frá íþróttafélögunum í bænum.Kári Steinn Karlsson setti á árinu Íslandsmet í hálfu maraþoni í Reykjavík og í heilu maraþoni í Berlín. Í Berlín náði Kári jafnframt lágmarkinu fyrir Ólympíuleikana sem verða í London árið 2012. Þar með verður hann fyrstur íslenskra karla til þess að taka þátt í maraþoni á Ólympíuleikum. Með árangri sínum er Kári orðin einn fremsti maraþonhlaupari á Norðurlöndum. Auk glæsilegra afreka í maraþoni varð Kári Íslandsmeistari í 5000 metra hlaupi og bikarmeistari í 1500 og 5000 metra hlaupum. Einnig sigraði hann í öllum götu- og víðavangshlaupum sem hann tók þátt í hér á landi.Kristjana Sæunn Ólafsdóttir varð á árinu Íslands- og bikarmeistari í hópfimleikum kvenna ásamt stöllum sínum í liði Gerplu, en þær urðu Íslandsmeistarar í fjölþraut og sigruðu einnig á öllum áhöldum. Hápunktinum var hinsvegar náð í nóvember síðastliðnum þegar hún varð ásamt liðsfélögum sínum Norðurlandameistari í hópfimleikum. Kristjana Sæunn var máttarstólpi liðsins þar sem hún framkvæmdi erfiðustu æfingarnar á mótinu og var í öllum umferðum hjá Gerpluliðinu, nokkuð sem aðeins afburðaíþróttamenn gera.Flokkur ársins 2011 var kjörinn meistaraflokkur Gerplu í hópfimleikum kvenna en liðið varð Norðurlandameistari í hópfimleikum kvenna auk þess að verða bæði Íslands- og bikarmeistari.Þau sem voru tilnefnd til verðlaunanna í ár voru eftirtalin: Fanndís Friðriksdóttir knattspyrna, Hanna Rún Ólafsdóttir dans, Jón Margeir Sverrisson sund, Kári Steinn Karlsson frjálsar íþróttir, Kristjana Sæunn Ólafsdóttir hópfimleikar, Ólafur Bjarki Ragnarsson handknattleikur, Róbert Kristmannsson áhaldafimleikar, Sigurður Þór Sigurðsson dans, Stefanía Valdimarsdóttir frjálsar íþróttir og Svana Katla Þorsteinsdóttir karate.
Innlendar Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Í beinni: Barcelona - Alaves | Börsungar komnir á beinu brautina? Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Sjá meira