Erlent

Skipstjóri Concordia snæddi með ballerínu stuttu fyrir strand

Francesco Schettino.
Francesco Schettino. mynd/AP
Lögregluyfirvöld á Ítalíu leita nú konu í tengslum við strand skemmtiferðaskipsins Costa Concordia. Konan er 25 ára og er þekkt ballettdansmær. Talið er að hún og skipstjóri Concordia hafi snætt saman stuttu áður en skipið strandaði.

Vitni segja að Domnica Cemortan og skipstjórinn Francesco Schettino hafi snætt kvöldverð 30 mínútum áður en Costa Concordia strandaði undan vesturströnd Ítalíu í síðustu viku.

Yfivöld á Ítalíu telja að Schettino hafi verið annars hugar þegar skipið strandaði.

Domnica Cemortan er á vinstri hönd á myndinni.
Í tilkynningu frá lögregluyfirvöldum kemur fram að Cemortan sé lykilvitni í rannsókn málsins.

Ellefu létust þegar skipið strandaði og enn er 30 saknað. Alls voru 4.200 farþegar um borð í Costa Concordia þegar það strandaði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×