Erlent

Skipstjóri Concordia segist hafa dottið í björgunarbátinn

Francesco Schettino
Francesco Schettino mynd/AP
Skipstjóri skemmtiferðaskipsins Costa Concordia heldur því fram að hann hafi hrasað á þilfari skipsins og þannig dottið í björgunarbát sem ferjaði fólk á þurrt land.

Francesco Schettino hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að hafa yfirgefið skipið og ekki aðstoðað farþeganna. Hann var einn af þeim fyrstu sem komu í land eftir að skipið strandaði undan vesturströnd Ítalíu í síðustu viku.

Schettino sagði fyrir dómi í gær að hann hafi í raun reynt að bjarga farþegum skipsins. Hann heldur því fram að hann hafi hrasað á þilfari skipsins með þeim afleiðingum að hann féll í einn björgunarbátanna.

Hann hélt því fram að það hafi verið ómögulegt að komast aftur í skipið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×