Erlent

Titillag Titanic var í spilun þegar Costa Concordia strandaði

Titillag kvikmyndarinnar Titanic ómaði um ganga skemmtiferðaskipsins Costa Concordia er það strandaði undan vesturströnd Ítalíu með hörmulegum afleiðingum.

Það voru tveir svissneskir bræður sem greindu frá þessu í viðtali við fréttablaðið La Tribune í dag. Þeir sögðu að lagið hafi verið í fullri spilun á veitingastað skipsins þegar það strandaði.

„My Heart Will Go On" er titillag Titanic en hún var frumsýnd árið 1997. Líkt og kvikmyndin naut lagið gríðarlegra vinsælda en flytjandi lagsins er söngkonan Celine Dion.

Bræðurnir greindu einnig frá því að áhöfn skipsins hafi algjörlega hundsað farþeganna og hafi frekar reynt að bjarga sjálfum sér. Þeir halda því þó fram að matreiðslumenn veitingastaðarins hafi aðstoðað farþega við að komast í björgunarbátanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×