Fótbolti

Guðlaugur Victor hættur hjá Hibernian

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðlaugur Victor Pálsson í leik með íslenska U-21 landsliðinu. Hér er hann í baráttu við Englendinginn Connor Wickham.
Guðlaugur Victor Pálsson í leik með íslenska U-21 landsliðinu. Hér er hann í baráttu við Englendinginn Connor Wickham. Nordic Photos / Getty Images
Guðlaugur Victor Pálsson hefur fengið sig lausan undan samningi sínum við skoska úrvalsdeildarfélagið Hibernian en þar fékk hann lítið að spila síðustu vikurnar.

Þetta kom fram á mbl.is í dag. Guðlaugur segir að hann hafi lítið sem ekkert fengið að spila eftir að nýr þjálfari var ráðinn. Honum hafi svo verið tilkynnt að þjálfarinn ætlaði sér ekki að nota hann frekar.

„Á fundi með honum sagði hann mér að ég myndi ekki spila hjá honum þar sem hann ætlaði að sækja aðra leikmenn til félagsins," sagði Guðlaugur við mbl.is.

„Ég veit af áhuga hér og þar og hef því engar áhyggjur af framtíðinni. Það er hins vegar ekkert fast í hendi ennþá, núna er ég laus og án félags og er viss um að ég fæ samning annars staðar í þessum mánuði," sagði hann.

Guðlaugur kom til Hibernian frá enska úrvalsdeildarfélaginu Liverpool í janúar árið 2011. Hann lék með Fylki áður en hann hélt til Danmerkur árið 2007 þar sem hann var á mála hjá AGF í tvö ár. Þaðan var hann seldur til Liverpool.

Samningur hans við Hibernian átti að renna út í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×