Erlent

Tala látinna komin í sautján eftir að lík konu fannst í morgun

Tala látinna í skemmtiferðaskipinu Costa Concordia er nú komin í sautján eftir að björgunarmenn fundu lík konu í skipinu í morgun. Enn er 15 saknað.
Tala látinna í skemmtiferðaskipinu Costa Concordia er nú komin í sautján eftir að björgunarmenn fundu lík konu í skipinu í morgun. Enn er 15 saknað. mynd/ap
Tala látinna í skemmtiferðaskipinu Costa Concordia er nú komin í sautján eftir að björgunarmenn fundu lík konu í skipinu í morgun. Enn er 15 saknað.

Stjórnendur björgunaraðgerða hafa heitið því að ljúka ekki leit fyrr en öll rými skipsins hafa verið skoðuð. Ekki er vitað með vissu hvenær hægt verður að hefja dælingu á olíu úr skipinu vegna slæmra veðurskilyrða á svæðinu.

Um 2.300 tonn af olíu eru um borð í Costa Concordia - litlar líkur eru þó á að olían muni leka úr skipinu. En talið er að það muni taka allt að fjórar vikur að ná allri olíunni úr skipinu.

Skipstjórinn, Francesco Schettino, er í stofufangelsi á meðan rannsókn stendur yfir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×