Stebbi Hilmars vill sönglagakeppni fyrir Norðurlöndin 8. febrúar 2012 21:37 "Ég hef lengi verið á því að það væri fín hugmynd að halda samnorræna sönglagakeppni, hafa Færeyjar líka með, 2-3 lög frá hverju landi, jafnvel fleiri. Eurovision er orðið of mikið monster," segir Stefán Hilmarsson, tónlistarmaður á Facebook-síðu sinni. Mynd/Rósa Jóhannsdóttir „Ég hef lengi verið á því að það væri fín hugmynd að halda samnorræna sönglagakeppni, hafa Færeyjar líka með, 2-3 lög frá hverju landi, jafnvel fleiri. Eurovision er orðið of mikið monster," segir Stefán Hilmarsson, tónlistarmaður á Facebook-síðu sinni. Páll Óskar Hjálmtýsson sagði í pistli á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi að Ísland ætti að draga sig út úr keppninni vegna mannréttindabrota í Bakú, höfuðborg Aserbaídjan, þar sem keppnin er haldin í ár. Nýjasta dæmi um þau er að íbúar í borginni hafa verið reknir af heimilum sínum og þau jöfnuð við jörðu. Þetta er gert til þess að hægt sé að byggja tónleikahöll fyrir keppnina. Páll Magnússon, útvarpsstjóri, sagði í viðtali á Vísi í dag að engin ákvörðun hefði verið tekið um það hvort að Ísland hætti við þáttöku í keppninni. Stefán Hilmarsson, sem tók þátt fyrir Íslands hönd í keppninni með laginu „Nína" árið 1991,segir að sniðugt væri að halda bara samnorræna sönglagakeppni. Hann segir að Eurovision sé orðið of mikið monster, eða skrímsli. „Auk þess eru eystri lönd álfunnar orðin mjög dómínerandi, svo ekki sé minnst á menningar-, félags- og stjórnarfarslega þætti. Enda er það hvort eð er svo, að austrið kýs jafnan með austrinu og Norðurlöndin kjósa jafnan hvort annað. Samnorræn keppni yrði viðaminni, ódýrari og stæði þátttökuþjóðum nærri hug og hjarta. Ég held aukin heldur, með fullri respekt, að slík keppni yrði líklegri til að kveikja áhuga sterkra höfunda sem margir hafa misst áhugann hin seinni ár. Það væri hægt að rótera gestgjafahlutverkinu, stærri löndin tækju ca. tvær keppnir á móti einni hjá minni löndunum, Ísland myndi hosta ca. á 10 ára fresti. Sjö manns í málið," segir Stefán á Facebook-síðu sinni. Tengdar fréttir Vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Á stjórnarfundi Ungra vinstri grænna í kvöld var samþykkt ályktun þess efnis að Ísland dragi sig úr Söngvakeppni evrópska sjónvarpsstöðva í ár. Í ályktuninni segir að Ísland eigi að nýta þá fjármuni sem annars færu í keppnina til að efla tónlistarkennslu hér heima fyrir. 8. febrúar 2012 20:23 Amnesty minnir á ófremdarástandið í Aserbaídjan Íslandsdeild Amnesty International vekur athygli á skýrslu um ástand mannréttinda í Aserbaídsjan, sem kom út í lok 2011. Landið, sem heldur Eurovision keppnina þetta árið hefur mikið verið í umræðunni í dag sökum þess að Páll Óskar Hjálmtýsson hvetur Íslendinga til þess að sniðganga keppnina í ljósi frétta af mannréttindabrotum gegn íbúm í höfuðborginni Bakú sem hafa verið flæmdir brott af heimilum sínum til þess að hægt sé að byggja Kristalshöllina sem á að hýsa keppnina. 8. febrúar 2012 16:31 Eðlilegt að Ríkisútvarpið ræði ástandið í Bakú Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra segir eðlilegt að Ríkisútvarpið og önnur félög innan EBU, sem heldur Eurovision söngkeppnina, taki umræðu um mannréttindabrot sem kunna að vera framin í löndum sem eiga aðild að keppninni. Þetta segir hún aðspurð út í viðbrögð sín við skrifum Páls Óskars Hjálmtýssonar um Eurovision. 8. febrúar 2012 14:28 Óvíst að Aserum sé greiði gerður ef Íslendingar sitja heima Það hefur engin ákvörðun verið tekin um það að hætta við þátttöku í Eurovision í Aserbaijan, segir Páll Magnússon útvarpsstjóri. Nafni hans, Páll Óskar Hjálmtýsson, hefur sagt opinberlega að hann vilji að Ísland taki ekki þátt í keppninni vegna mannréttindabrota í landinu. Nýjasta dæmi um þau er að íbúar í Bakú, höfuðborg landsins, hafa verið reknir af heimilum sínum og þau jöfnuð við jörðu. Þetta er gert til þess að hægt sé að byggja tónleikahöll fyrir keppnina. 8. febrúar 2012 17:00 Páll Óskar vill að Ísland taki ekki þátt í Eurovision "Ég hef nú þegar hvatt Pál Magnússon til að afþakka þátttöku Íslands í Eurovision í Bakú. Ég vona að hann geri það og taki þessari áskorun minni. Listamaðurinn sem vinnur keppnina á laugardaginn getur líka afþakkað ferðina sjálfur ef hann vill," segir Páll Óskar Hjálmtýsson söngvari á Facebook-síðu sinni. 7. febrúar 2012 23:20 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Sjá meira
„Ég hef lengi verið á því að það væri fín hugmynd að halda samnorræna sönglagakeppni, hafa Færeyjar líka með, 2-3 lög frá hverju landi, jafnvel fleiri. Eurovision er orðið of mikið monster," segir Stefán Hilmarsson, tónlistarmaður á Facebook-síðu sinni. Páll Óskar Hjálmtýsson sagði í pistli á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi að Ísland ætti að draga sig út úr keppninni vegna mannréttindabrota í Bakú, höfuðborg Aserbaídjan, þar sem keppnin er haldin í ár. Nýjasta dæmi um þau er að íbúar í borginni hafa verið reknir af heimilum sínum og þau jöfnuð við jörðu. Þetta er gert til þess að hægt sé að byggja tónleikahöll fyrir keppnina. Páll Magnússon, útvarpsstjóri, sagði í viðtali á Vísi í dag að engin ákvörðun hefði verið tekið um það hvort að Ísland hætti við þáttöku í keppninni. Stefán Hilmarsson, sem tók þátt fyrir Íslands hönd í keppninni með laginu „Nína" árið 1991,segir að sniðugt væri að halda bara samnorræna sönglagakeppni. Hann segir að Eurovision sé orðið of mikið monster, eða skrímsli. „Auk þess eru eystri lönd álfunnar orðin mjög dómínerandi, svo ekki sé minnst á menningar-, félags- og stjórnarfarslega þætti. Enda er það hvort eð er svo, að austrið kýs jafnan með austrinu og Norðurlöndin kjósa jafnan hvort annað. Samnorræn keppni yrði viðaminni, ódýrari og stæði þátttökuþjóðum nærri hug og hjarta. Ég held aukin heldur, með fullri respekt, að slík keppni yrði líklegri til að kveikja áhuga sterkra höfunda sem margir hafa misst áhugann hin seinni ár. Það væri hægt að rótera gestgjafahlutverkinu, stærri löndin tækju ca. tvær keppnir á móti einni hjá minni löndunum, Ísland myndi hosta ca. á 10 ára fresti. Sjö manns í málið," segir Stefán á Facebook-síðu sinni.
Tengdar fréttir Vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Á stjórnarfundi Ungra vinstri grænna í kvöld var samþykkt ályktun þess efnis að Ísland dragi sig úr Söngvakeppni evrópska sjónvarpsstöðva í ár. Í ályktuninni segir að Ísland eigi að nýta þá fjármuni sem annars færu í keppnina til að efla tónlistarkennslu hér heima fyrir. 8. febrúar 2012 20:23 Amnesty minnir á ófremdarástandið í Aserbaídjan Íslandsdeild Amnesty International vekur athygli á skýrslu um ástand mannréttinda í Aserbaídsjan, sem kom út í lok 2011. Landið, sem heldur Eurovision keppnina þetta árið hefur mikið verið í umræðunni í dag sökum þess að Páll Óskar Hjálmtýsson hvetur Íslendinga til þess að sniðganga keppnina í ljósi frétta af mannréttindabrotum gegn íbúm í höfuðborginni Bakú sem hafa verið flæmdir brott af heimilum sínum til þess að hægt sé að byggja Kristalshöllina sem á að hýsa keppnina. 8. febrúar 2012 16:31 Eðlilegt að Ríkisútvarpið ræði ástandið í Bakú Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra segir eðlilegt að Ríkisútvarpið og önnur félög innan EBU, sem heldur Eurovision söngkeppnina, taki umræðu um mannréttindabrot sem kunna að vera framin í löndum sem eiga aðild að keppninni. Þetta segir hún aðspurð út í viðbrögð sín við skrifum Páls Óskars Hjálmtýssonar um Eurovision. 8. febrúar 2012 14:28 Óvíst að Aserum sé greiði gerður ef Íslendingar sitja heima Það hefur engin ákvörðun verið tekin um það að hætta við þátttöku í Eurovision í Aserbaijan, segir Páll Magnússon útvarpsstjóri. Nafni hans, Páll Óskar Hjálmtýsson, hefur sagt opinberlega að hann vilji að Ísland taki ekki þátt í keppninni vegna mannréttindabrota í landinu. Nýjasta dæmi um þau er að íbúar í Bakú, höfuðborg landsins, hafa verið reknir af heimilum sínum og þau jöfnuð við jörðu. Þetta er gert til þess að hægt sé að byggja tónleikahöll fyrir keppnina. 8. febrúar 2012 17:00 Páll Óskar vill að Ísland taki ekki þátt í Eurovision "Ég hef nú þegar hvatt Pál Magnússon til að afþakka þátttöku Íslands í Eurovision í Bakú. Ég vona að hann geri það og taki þessari áskorun minni. Listamaðurinn sem vinnur keppnina á laugardaginn getur líka afþakkað ferðina sjálfur ef hann vill," segir Páll Óskar Hjálmtýsson söngvari á Facebook-síðu sinni. 7. febrúar 2012 23:20 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Sjá meira
Vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Á stjórnarfundi Ungra vinstri grænna í kvöld var samþykkt ályktun þess efnis að Ísland dragi sig úr Söngvakeppni evrópska sjónvarpsstöðva í ár. Í ályktuninni segir að Ísland eigi að nýta þá fjármuni sem annars færu í keppnina til að efla tónlistarkennslu hér heima fyrir. 8. febrúar 2012 20:23
Amnesty minnir á ófremdarástandið í Aserbaídjan Íslandsdeild Amnesty International vekur athygli á skýrslu um ástand mannréttinda í Aserbaídsjan, sem kom út í lok 2011. Landið, sem heldur Eurovision keppnina þetta árið hefur mikið verið í umræðunni í dag sökum þess að Páll Óskar Hjálmtýsson hvetur Íslendinga til þess að sniðganga keppnina í ljósi frétta af mannréttindabrotum gegn íbúm í höfuðborginni Bakú sem hafa verið flæmdir brott af heimilum sínum til þess að hægt sé að byggja Kristalshöllina sem á að hýsa keppnina. 8. febrúar 2012 16:31
Eðlilegt að Ríkisútvarpið ræði ástandið í Bakú Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra segir eðlilegt að Ríkisútvarpið og önnur félög innan EBU, sem heldur Eurovision söngkeppnina, taki umræðu um mannréttindabrot sem kunna að vera framin í löndum sem eiga aðild að keppninni. Þetta segir hún aðspurð út í viðbrögð sín við skrifum Páls Óskars Hjálmtýssonar um Eurovision. 8. febrúar 2012 14:28
Óvíst að Aserum sé greiði gerður ef Íslendingar sitja heima Það hefur engin ákvörðun verið tekin um það að hætta við þátttöku í Eurovision í Aserbaijan, segir Páll Magnússon útvarpsstjóri. Nafni hans, Páll Óskar Hjálmtýsson, hefur sagt opinberlega að hann vilji að Ísland taki ekki þátt í keppninni vegna mannréttindabrota í landinu. Nýjasta dæmi um þau er að íbúar í Bakú, höfuðborg landsins, hafa verið reknir af heimilum sínum og þau jöfnuð við jörðu. Þetta er gert til þess að hægt sé að byggja tónleikahöll fyrir keppnina. 8. febrúar 2012 17:00
Páll Óskar vill að Ísland taki ekki þátt í Eurovision "Ég hef nú þegar hvatt Pál Magnússon til að afþakka þátttöku Íslands í Eurovision í Bakú. Ég vona að hann geri það og taki þessari áskorun minni. Listamaðurinn sem vinnur keppnina á laugardaginn getur líka afþakkað ferðina sjálfur ef hann vill," segir Páll Óskar Hjálmtýsson söngvari á Facebook-síðu sinni. 7. febrúar 2012 23:20