Formúla 1

Hamilton yfirgefur Sviss og flytur til Mónakó

Breski formúluökumaðurinn Lewis Hamilton ætlar að flytjast búferlum frá Sviss til Mónakó en Lewis hefur búið í Sviss frá árinu 2007
Breski formúluökumaðurinn Lewis Hamilton ætlar að flytjast búferlum frá Sviss til Mónakó en Lewis hefur búið í Sviss frá árinu 2007 Getty Images / Nordic Photos


Breski formúluökumaðurinn Lewis Hamilton ætlar að flytjast búferlum frá Sviss til Mónakó en Lewis hefur búið í Sviss frá árinu 2007. Hamilton bjó fyrstu þrjú árin í Genf en hann hefur búið í Zürich undanfarin misseri. Samkvæmt breskum fjölmiðlum er Hamilton frekar leiður á rólegheitunum í Sviss.

Hamilton, sem keppir fyrir McLaren, hefur keypt glæsilega landareign í Mónakó og mun hann flytja þangað um leið og búið að er að gera endurbætur á húseigninni.

Hinn 27 ára gamli Hamilton mun færast nær fjölmörgum vinum og kunningjum sem búa nú þegar í Mónakó. Þar má nefna Nico Rosberg sem ekur fyrir Mercedes.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×