Körfubolti

Logi í sigurliði

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Logi í leik með íslenska landsliðinu.
Logi í leik með íslenska landsliðinu.
Þremur leikjum kvöldsins af fjórum er lokið í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta. Seinka þurfti leik Sundsvall og LF Basket um næstum tvær klukkustundir þar sem að dómarar mættu of seint.

Þrjú Íslendingalið hafa lokið leik og var Logi Gunnarsson sá eini sem var í sigurliði. Hann skoraði tólf stig fyrir Solna sem hafði betur gegn botnliði Örebro, 83-74.

Brynjar Þór Björnsson skoraði átta stig fyrir Jämtland sem tapaði fyrir Sö0dertälje, 101-75, á heimavelli. Jämtland skoraði aðeins tólf stig í fyrsta leikhluta og var leikurinn aldrei spennandi eftir það.

Þá skoraði Helgi Már Magnússon ellefu stig í tapi 08 Stockholm fyrir Norrköping á heimavelli, 85-80. 08 og Jämtland eru í öðru og þriðja neðsta sæti deildarinnar en Solna í því fjórða sem stendur.

Sundsvall Dragons hefur tapað fjórum leikjum í röð og við það dottið niður í sjötta sæti deildarinnar. Liðið getur jafnað Solna að stigum með sigri í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×