Erlent

Föt fulltrúa farþega Costa Concordia voru í káetu skipstjórans

Domnica Cemortan.
Domnica Cemortan. mynd/AFP
Björgunarmenn hafa fundið kjóla, nærföt og snyrtivörur í káetu skipstjóra skemmtiferðaskipsins Costa Concordia sem strandaði undan vesturströnd Ítalíu í síðasta mánuði.

Fjölmiðlar á Ítalíu greindu frá þessu í dag. Talið er að fötin tilheyri ungri konu að nafni Domnica Cemortan. Hún var starfaði sem fulltrúi farþega í skemmtiferðaskipinu.

Rannsóknarmenn á Ítalíu telja að Cemortan hafi átt hlut að máli þegar Costa Concordia strandaði. Vonast er til að Cemortan geti varpað ljósi á aðdraganda strandsins og hugsanlega svarað áleitnum spurningum varðandi hegðun skipstjórans, Francesco Schettino.

Schettino er nú í stofufangelsi. Hann er grunaður um að halda valdið dauða allt að 32 farþega og starfsmanna Costa Concordia þegar hann sigldi skipinu í strand fyrir utan Toscana.

Cemortan segist hafa verið ástfangin af Schettino. Hún hefur varið ákvarðanir hans í kjölfar strandsins og segir að hann hafi bjargað þúsundum mannslífa.

Talið er að Cemortan hafi verið í brú Costa Concordia þegar skipið strandaði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×