Fimleikaþing vill breytingar á kjöri íþróttamanns ársins 19. febrúar 2012 14:30 Alexander Petersson hefur verið valinn íþróttamaður ársins. Stjórn Fimleikasambands Íslands er ósátt við aðkomu ÍSÍ að kjöri íþróttamanns ársins og hefur skorað á stjórn ÍSÍ að endurskoða aðkomu sína að kjörinu. Eftir fimleikaþing sendi Fimleikasambandið eftirfarandi ályktun frá sér."Fimleikaþing FSÍ skorar á stjórn ÍSÍ að endurskoða aðkomu sína að kjöri íþróttafréttamanna á Íþróttamanni ársins.Samtökum íþróttafréttamanna er að sjálfsögðu frjálst að velja íþróttamann ársins á sínum forsendum. Raunin er hinsvegar sú að almenningur telur með réttu að ÍSÍ hafi beina aðkomu að kjöri Íþróttafréttamanna á Íþróttamanni ársins hverju sinni, enda eru bæði merki ÍSÍ og styrktaraðila þess mjög áberandi á hátíðinni þar sem viðurkenningin hefur verið veitt. Vandinn við núverandi fyrirkomulag á vali á Íþróttamanni ársins er fyrst og fremst sá að mjög þröngur hópur einstaklinga ræður valinu. Mikilvægt er að auka fjölda þeirra sem hafa atkvæðisrétti í vali á íþróttamanni ársins þar sem ÍSÍ leggur nafn sitt við kjörið. Þannig aukast líkur á að valið endurspegli skoðanir íþróttahreyfingarinnar.Sérsambönd innan raða ÍSÍ kjósa almennt bæði íþróttamann og íþróttakonu sem skarað hafa framúr á umliðnu ári hverju sinni. Það gerir ÍSÍ hins vegar ekki sjálft. Lagt er til að ÍSÍ endurskoði aðkomu sína að kjöri á íþróttamanni ársins, hvort sem það er gert í samvinnu við Samtök íþróttafréttamanna eða ekki." Upphaflega sendi Fimleikasambandið frá sér aðra ályktun sem sjá mér hér að neðan. Henni var skipt út fyrir þá sem er hér að ofan."Fimleikaþing FSÍ skorar á stjórn ÍSÍ að endurskoða aðkomu sína að kjöri íþróttafréttamanna á íþróttamanni ársins.Almenningur telur með réttu að ÍSÍ hafi beina aðkomu að kjöri íþróttafréttamanna á íþróttamanni ársins hverju sinni þar sem bæði merki ÍSÍ og styrktaraðila þess hafa verið mjög áberandi á hátíðinni sem viðurkenningin hefur verið veitt. Um er að ræða mjög þröngan hóp einstaklinga sem við núverandi aðstæður kemur að vali á íþróttamanni ársins og er það gert í umboði fyrirtækja sem þeir starfa hjá.Nú er svo komið að ein fyrirtækjasamstæða heldur á nærri helmingi atkvæða í framangreindu kjöri. Sérsambönd innan raða ÍSÍ kjósa almennt íþróttamann og íþróttakonu sem skarað hafa framúr á umliðnu ári hverju sinni.Það gerir ÍSÍ hins vegar ekki sjálft. Með nútíma tækni á ÍSÍ að vera leikur einn að endurskoða aðkomu sína að kjöri íþróttafréttamanna á íþróttamanni ársins og kjósa sjálf sinn eigin íþróttamann og íþróttakonu ársins hverju sinni, sem getur grundvallast á því vali sem farið hefur fram innan sérsambanda hverju sinni. Sem fjölmennustu félagasamtök landsins á ÍSÍ ekki að framselja umrætt val á íþróttamanni ársins til mjög þröngs hóps einstaklinga heldur setja upp fyrirkomulag með aðstoð nútímatækni þar sem jafnvel allir félagsmenn innan raða ÍSÍ geta komið að vali á íþróttamanni og íþróttakonu ársins, grundvallað á lýðræðislegum vinnubrögðum en ekki sjónarmiðum þröngs hóps einstaklinga sem kjósa í umboði þeirra fyrirtækja sem þeir starfa hjá." Innlendar Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Fleiri fréttir „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Höfðu betur eftir framlengdan leik Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Valur og KR unnu Scania Cup Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Sjá meira
Stjórn Fimleikasambands Íslands er ósátt við aðkomu ÍSÍ að kjöri íþróttamanns ársins og hefur skorað á stjórn ÍSÍ að endurskoða aðkomu sína að kjörinu. Eftir fimleikaþing sendi Fimleikasambandið eftirfarandi ályktun frá sér."Fimleikaþing FSÍ skorar á stjórn ÍSÍ að endurskoða aðkomu sína að kjöri íþróttafréttamanna á Íþróttamanni ársins.Samtökum íþróttafréttamanna er að sjálfsögðu frjálst að velja íþróttamann ársins á sínum forsendum. Raunin er hinsvegar sú að almenningur telur með réttu að ÍSÍ hafi beina aðkomu að kjöri Íþróttafréttamanna á Íþróttamanni ársins hverju sinni, enda eru bæði merki ÍSÍ og styrktaraðila þess mjög áberandi á hátíðinni þar sem viðurkenningin hefur verið veitt. Vandinn við núverandi fyrirkomulag á vali á Íþróttamanni ársins er fyrst og fremst sá að mjög þröngur hópur einstaklinga ræður valinu. Mikilvægt er að auka fjölda þeirra sem hafa atkvæðisrétti í vali á íþróttamanni ársins þar sem ÍSÍ leggur nafn sitt við kjörið. Þannig aukast líkur á að valið endurspegli skoðanir íþróttahreyfingarinnar.Sérsambönd innan raða ÍSÍ kjósa almennt bæði íþróttamann og íþróttakonu sem skarað hafa framúr á umliðnu ári hverju sinni. Það gerir ÍSÍ hins vegar ekki sjálft. Lagt er til að ÍSÍ endurskoði aðkomu sína að kjöri á íþróttamanni ársins, hvort sem það er gert í samvinnu við Samtök íþróttafréttamanna eða ekki." Upphaflega sendi Fimleikasambandið frá sér aðra ályktun sem sjá mér hér að neðan. Henni var skipt út fyrir þá sem er hér að ofan."Fimleikaþing FSÍ skorar á stjórn ÍSÍ að endurskoða aðkomu sína að kjöri íþróttafréttamanna á íþróttamanni ársins.Almenningur telur með réttu að ÍSÍ hafi beina aðkomu að kjöri íþróttafréttamanna á íþróttamanni ársins hverju sinni þar sem bæði merki ÍSÍ og styrktaraðila þess hafa verið mjög áberandi á hátíðinni sem viðurkenningin hefur verið veitt. Um er að ræða mjög þröngan hóp einstaklinga sem við núverandi aðstæður kemur að vali á íþróttamanni ársins og er það gert í umboði fyrirtækja sem þeir starfa hjá.Nú er svo komið að ein fyrirtækjasamstæða heldur á nærri helmingi atkvæða í framangreindu kjöri. Sérsambönd innan raða ÍSÍ kjósa almennt íþróttamann og íþróttakonu sem skarað hafa framúr á umliðnu ári hverju sinni.Það gerir ÍSÍ hins vegar ekki sjálft. Með nútíma tækni á ÍSÍ að vera leikur einn að endurskoða aðkomu sína að kjöri íþróttafréttamanna á íþróttamanni ársins og kjósa sjálf sinn eigin íþróttamann og íþróttakonu ársins hverju sinni, sem getur grundvallast á því vali sem farið hefur fram innan sérsambanda hverju sinni. Sem fjölmennustu félagasamtök landsins á ÍSÍ ekki að framselja umrætt val á íþróttamanni ársins til mjög þröngs hóps einstaklinga heldur setja upp fyrirkomulag með aðstoð nútímatækni þar sem jafnvel allir félagsmenn innan raða ÍSÍ geta komið að vali á íþróttamanni og íþróttakonu ársins, grundvallað á lýðræðislegum vinnubrögðum en ekki sjónarmiðum þröngs hóps einstaklinga sem kjósa í umboði þeirra fyrirtækja sem þeir starfa hjá."
Innlendar Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Fleiri fréttir „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Höfðu betur eftir framlengdan leik Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Valur og KR unnu Scania Cup Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Sjá meira