Fótbolti

Guardiola: Af hverju ætti ég að hvíla Messi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lionel Messi fagnar í kvöld.
Lionel Messi fagnar í kvöld. Mynd/AP
Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, var að sjálfsögðu kátur eftir 3-1 útisigur á Bayer Leverkusen í fyrri leik liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Lionel Messi skoraði eitt og lagði upp annað í leiknum en eftir leikinn var Guardiola spurður út í það hvort að hann ætti að hvíla Messi meira.

„Af hverju ætti ég að gera það. Það er verra fyrir alla áhorfendur ef hann er ekki með. Fólk kaupir miða á leikina og horfir á þá í sjónvarpinu til þess að sjá menn eins og hann spila," sagði Pep Guardiola.

„Messi er sterkur og lífið hans snýst um fótbolta. Honum er alveg sama um allt fjaðrafokið í kringum fótboltann því hann elskar bara að spila fótbolta," sagði Guardiola.

„Ég er mjög ánægður með frammistöðuna í kvöld því það er erfitt að spila á útivelli í Meistaradeildinni. Seinni hálfleikurinn var mun meiri skemmtun fyrir áhorfendurnar. Það er erfitt að eiga við Þjóðverjana sem eru líkamlega sterkir. Við náðum samt að skora þrjú mörk og reynum núna að klára þetta í heimaleiknum," sagði Guardiola.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×