Þúsund kílómetra bíltúr til að heimsækja nágranna á Vestfjörðum Kristján Már Unnarsson skrifar 29. febrúar 2012 18:45 Formaður bæjarráðs Ísafjarðar segir ástand samgöngumála á Vestfjörðum ömurlegt og ríkisstjórnin geti ekki skýlt sér á bak við hrunið þegar loforð um úrbætur séu svikin. Hann nefnir dæmi um starfsmenn fiskeldisstöðvar sem þurfa að aka yfir þúsund kílómetra milli tveggja fjarða þótt aðeins þrjátíu kílómetra loftlína sé þar á milli. Eftir átak síðustu ára í vegagerð teljast samgöngur orðnar þokkalegar milli Reykjavíkur og Ísafjarðar um Djúp. Framundan á næstu árum er að tengja byggðir á sunnanverðum Vestfjörðum við hringveginn. Eftir stendur hins vegar ótrúlegt gap innan Vestfjarða, leiðin milli Ísafjarðar og Patreksfjarðar. Þar eru Dynjandisheiði og Hrafnseyrarheiði helstu farartálmar en þær hafa meira og minna verið lokaðar frá því í nóvember og alfarið frá 12. desember og ekki er á dagskrá að moka fyrr en eftir 20. mars, samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar. Formaður bæjarráðs Ísafjarðar, Eiríkur Finnur Greipssson, segir tómt mál að tala um endurreisn atvinnulífs án samgöngubóta. Það segi sig sjálft að Vestfirðir muni ekki komast í gegnum núverandi erfiðleika nema samgöngur verði bættar. Eiríkur er jafnframt fjármálastjóri Dýrfisks, sem er að byggja upp fiskeldi, og líður fyrir þessa stöðu en fyrirtækið er með seiðaeldi í Tálknafirði, eldiskvíar á Dýrafirði og fiskvinnslu á Flateyri. 115 kílómetra vegalengd er milli starfsstöðva á Tálknafirði og Þingeyri en með heiðarnar lokaðar, eins og verið hefur undanfarna þrjá mánuði, hafa starfsmenn neyðst til að aka um alla Barðarstrandarsýslu, um Þröskulda, Hólmavík og Steingrímsfjarðarheiði, Djúpveg og Ísafjörð, alls 519 kílómetra vegalengd, eða yfir þúsund kílómetra fram og til baka. Að þurfa að senda starfsmenn á annað þúsund kílómetra í akstur á milli staða, sem annars ætti ekki að taka nema innan við tvo tíma að keyra á milli, er ömurleg staða fyrir það atvinnulíf sem verið er að reyna að byggja upp, segir Eiríkur. Sú langtímaáætlun sem ríkisstjórnin hefur nú kynnt gerir ekki ráð fyrir að heilsárvegur komi þarna á milli næsta áratuginn. „Það er bara verið að svíkja áður útgefin loforð. Og það þarf ekkert að skýla sér á bak við að hér hafi orðið efnahagslegt hrun," segir Eiríkur Finnur og segir samgöngurnar ekki bjóðandi nútíma samfélagi. Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Fleiri fréttir Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Sjá meira
Formaður bæjarráðs Ísafjarðar segir ástand samgöngumála á Vestfjörðum ömurlegt og ríkisstjórnin geti ekki skýlt sér á bak við hrunið þegar loforð um úrbætur séu svikin. Hann nefnir dæmi um starfsmenn fiskeldisstöðvar sem þurfa að aka yfir þúsund kílómetra milli tveggja fjarða þótt aðeins þrjátíu kílómetra loftlína sé þar á milli. Eftir átak síðustu ára í vegagerð teljast samgöngur orðnar þokkalegar milli Reykjavíkur og Ísafjarðar um Djúp. Framundan á næstu árum er að tengja byggðir á sunnanverðum Vestfjörðum við hringveginn. Eftir stendur hins vegar ótrúlegt gap innan Vestfjarða, leiðin milli Ísafjarðar og Patreksfjarðar. Þar eru Dynjandisheiði og Hrafnseyrarheiði helstu farartálmar en þær hafa meira og minna verið lokaðar frá því í nóvember og alfarið frá 12. desember og ekki er á dagskrá að moka fyrr en eftir 20. mars, samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar. Formaður bæjarráðs Ísafjarðar, Eiríkur Finnur Greipssson, segir tómt mál að tala um endurreisn atvinnulífs án samgöngubóta. Það segi sig sjálft að Vestfirðir muni ekki komast í gegnum núverandi erfiðleika nema samgöngur verði bættar. Eiríkur er jafnframt fjármálastjóri Dýrfisks, sem er að byggja upp fiskeldi, og líður fyrir þessa stöðu en fyrirtækið er með seiðaeldi í Tálknafirði, eldiskvíar á Dýrafirði og fiskvinnslu á Flateyri. 115 kílómetra vegalengd er milli starfsstöðva á Tálknafirði og Þingeyri en með heiðarnar lokaðar, eins og verið hefur undanfarna þrjá mánuði, hafa starfsmenn neyðst til að aka um alla Barðarstrandarsýslu, um Þröskulda, Hólmavík og Steingrímsfjarðarheiði, Djúpveg og Ísafjörð, alls 519 kílómetra vegalengd, eða yfir þúsund kílómetra fram og til baka. Að þurfa að senda starfsmenn á annað þúsund kílómetra í akstur á milli staða, sem annars ætti ekki að taka nema innan við tvo tíma að keyra á milli, er ömurleg staða fyrir það atvinnulíf sem verið er að reyna að byggja upp, segir Eiríkur. Sú langtímaáætlun sem ríkisstjórnin hefur nú kynnt gerir ekki ráð fyrir að heilsárvegur komi þarna á milli næsta áratuginn. „Það er bara verið að svíkja áður útgefin loforð. Og það þarf ekkert að skýla sér á bak við að hér hafi orðið efnahagslegt hrun," segir Eiríkur Finnur og segir samgöngurnar ekki bjóðandi nútíma samfélagi.
Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Fleiri fréttir Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Sjá meira