Þúsund kílómetra bíltúr til að heimsækja nágranna á Vestfjörðum Kristján Már Unnarsson skrifar 29. febrúar 2012 18:45 Formaður bæjarráðs Ísafjarðar segir ástand samgöngumála á Vestfjörðum ömurlegt og ríkisstjórnin geti ekki skýlt sér á bak við hrunið þegar loforð um úrbætur séu svikin. Hann nefnir dæmi um starfsmenn fiskeldisstöðvar sem þurfa að aka yfir þúsund kílómetra milli tveggja fjarða þótt aðeins þrjátíu kílómetra loftlína sé þar á milli. Eftir átak síðustu ára í vegagerð teljast samgöngur orðnar þokkalegar milli Reykjavíkur og Ísafjarðar um Djúp. Framundan á næstu árum er að tengja byggðir á sunnanverðum Vestfjörðum við hringveginn. Eftir stendur hins vegar ótrúlegt gap innan Vestfjarða, leiðin milli Ísafjarðar og Patreksfjarðar. Þar eru Dynjandisheiði og Hrafnseyrarheiði helstu farartálmar en þær hafa meira og minna verið lokaðar frá því í nóvember og alfarið frá 12. desember og ekki er á dagskrá að moka fyrr en eftir 20. mars, samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar. Formaður bæjarráðs Ísafjarðar, Eiríkur Finnur Greipssson, segir tómt mál að tala um endurreisn atvinnulífs án samgöngubóta. Það segi sig sjálft að Vestfirðir muni ekki komast í gegnum núverandi erfiðleika nema samgöngur verði bættar. Eiríkur er jafnframt fjármálastjóri Dýrfisks, sem er að byggja upp fiskeldi, og líður fyrir þessa stöðu en fyrirtækið er með seiðaeldi í Tálknafirði, eldiskvíar á Dýrafirði og fiskvinnslu á Flateyri. 115 kílómetra vegalengd er milli starfsstöðva á Tálknafirði og Þingeyri en með heiðarnar lokaðar, eins og verið hefur undanfarna þrjá mánuði, hafa starfsmenn neyðst til að aka um alla Barðarstrandarsýslu, um Þröskulda, Hólmavík og Steingrímsfjarðarheiði, Djúpveg og Ísafjörð, alls 519 kílómetra vegalengd, eða yfir þúsund kílómetra fram og til baka. Að þurfa að senda starfsmenn á annað þúsund kílómetra í akstur á milli staða, sem annars ætti ekki að taka nema innan við tvo tíma að keyra á milli, er ömurleg staða fyrir það atvinnulíf sem verið er að reyna að byggja upp, segir Eiríkur. Sú langtímaáætlun sem ríkisstjórnin hefur nú kynnt gerir ekki ráð fyrir að heilsárvegur komi þarna á milli næsta áratuginn. „Það er bara verið að svíkja áður útgefin loforð. Og það þarf ekkert að skýla sér á bak við að hér hafi orðið efnahagslegt hrun," segir Eiríkur Finnur og segir samgöngurnar ekki bjóðandi nútíma samfélagi. Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Formaður bæjarráðs Ísafjarðar segir ástand samgöngumála á Vestfjörðum ömurlegt og ríkisstjórnin geti ekki skýlt sér á bak við hrunið þegar loforð um úrbætur séu svikin. Hann nefnir dæmi um starfsmenn fiskeldisstöðvar sem þurfa að aka yfir þúsund kílómetra milli tveggja fjarða þótt aðeins þrjátíu kílómetra loftlína sé þar á milli. Eftir átak síðustu ára í vegagerð teljast samgöngur orðnar þokkalegar milli Reykjavíkur og Ísafjarðar um Djúp. Framundan á næstu árum er að tengja byggðir á sunnanverðum Vestfjörðum við hringveginn. Eftir stendur hins vegar ótrúlegt gap innan Vestfjarða, leiðin milli Ísafjarðar og Patreksfjarðar. Þar eru Dynjandisheiði og Hrafnseyrarheiði helstu farartálmar en þær hafa meira og minna verið lokaðar frá því í nóvember og alfarið frá 12. desember og ekki er á dagskrá að moka fyrr en eftir 20. mars, samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar. Formaður bæjarráðs Ísafjarðar, Eiríkur Finnur Greipssson, segir tómt mál að tala um endurreisn atvinnulífs án samgöngubóta. Það segi sig sjálft að Vestfirðir muni ekki komast í gegnum núverandi erfiðleika nema samgöngur verði bættar. Eiríkur er jafnframt fjármálastjóri Dýrfisks, sem er að byggja upp fiskeldi, og líður fyrir þessa stöðu en fyrirtækið er með seiðaeldi í Tálknafirði, eldiskvíar á Dýrafirði og fiskvinnslu á Flateyri. 115 kílómetra vegalengd er milli starfsstöðva á Tálknafirði og Þingeyri en með heiðarnar lokaðar, eins og verið hefur undanfarna þrjá mánuði, hafa starfsmenn neyðst til að aka um alla Barðarstrandarsýslu, um Þröskulda, Hólmavík og Steingrímsfjarðarheiði, Djúpveg og Ísafjörð, alls 519 kílómetra vegalengd, eða yfir þúsund kílómetra fram og til baka. Að þurfa að senda starfsmenn á annað þúsund kílómetra í akstur á milli staða, sem annars ætti ekki að taka nema innan við tvo tíma að keyra á milli, er ömurleg staða fyrir það atvinnulíf sem verið er að reyna að byggja upp, segir Eiríkur. Sú langtímaáætlun sem ríkisstjórnin hefur nú kynnt gerir ekki ráð fyrir að heilsárvegur komi þarna á milli næsta áratuginn. „Það er bara verið að svíkja áður útgefin loforð. Og það þarf ekkert að skýla sér á bak við að hér hafi orðið efnahagslegt hrun," segir Eiríkur Finnur og segir samgöngurnar ekki bjóðandi nútíma samfélagi.
Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira