Íslenski boltinn

Svartfjallaland - Ísland í beinni á SportTV

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari Íslands.
Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari Íslands. Nordic Photos / Getty Images
Hægt verður að fylgjast með vináttulandsleik Svartfjallalands og Íslands ytra í dag í beinni útsendingu á SportTV.is. Þetta kom fram í tilkynningu frá síðunni í dag.

Það kostar 1500 krónur að nálgast útsendinguna en leikurinn hefst klukkan 17.00 í dag. Nánari upplýsingar hér.

Lars Lagerbäck mun stýra Íslandi í annað sinn í dag en Ísland tapaði fyrir Japan ytra á föstudaginn síðastliðnn, 3-1. Í dag gat hann kallað á alla sína sterkustu leikmenn en nokkrir leikmenn eru þó frá vegna meiðsla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×