Fótbolti

Leikur Englands og Hollands sýndur beint á Stöð 2 Sport

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stuart Pearce stýrir hér æfingu enska landsliðsins.
Stuart Pearce stýrir hér æfingu enska landsliðsins. Mynd/AFP
Stöð 2 Sport hefur tryggt sér sýningarréttinn á vináttulandsleik Englendinga og Hollendinga sem fer fram á Wembley á morgun klukkan 19.50 að íslenskum tíma. Báðar þjóðir eru meðal fimm efstu á heimslistanum og þykja til alls líklegar á Evrópumótinu í sumar.

Þetta verður fyrsti landsleikur Englendinga síðan að Fabio Capello hætti með liðið aðeins fjórum mánuðum fyrir Evrópumótið í sumar. Stuart Pearce, þjálfari enska 21 árs landsliðsins, mun stjórna enska liðinu í leiknum.

Pearce valdi marga unga leikmenn í hópnum sem fá tækifæri til að sanna sig á móti silfurliði síðasta heimsmeistaramóts. Hollenska liðið er geysisterkt og eins og er í þriðja sæti á Styrkleikalista FIFA á eftir Spáni og Þýskalandi. Englendingar eru síðan í 5. sæti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×