Handbolti

Hvar hita stuðningsmenn liðanna upp fyrir bikarúrslitaleikina?

Benedikt Grétarsson skrifar
Hrafnhildur Skúladóttir, fyrirliði Vals.
Hrafnhildur Skúladóttir, fyrirliði Vals.
Úrslitaleikir Eimskipsbikarsins í handknattleik eru jafnan mikil hátíð fyrir þau lið sem taka þátt. Fjögur félög eiga fulltrúa í Höllinni þetta árið og er byrjuð að myndast mikil stemming meðal stuðningsfólks þeirra.

Í úrslitaleik kvenna sem hefst 13:30 mætast Íslandsmeistarar Vals og ÍBV. Stuðningsmenn Vals ætla að hittast í Vodafone-höllinni að Hlíðarenda og fara saman í Laugardalshöllina kl.12:30. Stuðningsfólk frá Vestmannaeyjum þarf að taka daginn snemma en áætlað er að sigla frá Eyjum kl.8:00 en siglt verður til Þorlákshafnar. Þaðan verður fólk síðan flutt með rútum í Laugardalshöllina.

Úrslitaleikur karla hefst 16:00 en þar mætast Haukar og Fram. Haukafólk ætlar að hittast í Schenkerhöllinni að Ásvöllum kl.12:00 en boðið verður upp á fríar rútuferðir í höllina kl.14:30.  Framarar ætla ekki að láta sitt eftir liggja og hittast í Safamýri kl.13:30. Ekki verða rútuferðir í boði, enda örstutt að fara í Laugardalinn.

Ýmislegt er í boði á samkomustöðum félaganna og má þar nefna andlitsmálningu og sölu á ýmiskonar varningi til styrktar liðunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×