Enski boltinn

Rooney er veikur og verður ekki með á móti Ajax á morgun

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Wayne Rooney.
Wayne Rooney. Mynd/Nordic Photos/Getty
Wayne Rooney missir af seinni leik Manchester United og Ajax í Evrópudeildinni á morgun en hann er með sýkingu í hálsi og var sendur heim af æfingu í morgun.

Rooney veiktist eftir fyrri leikinn sem Manchester United vann 2-0 í Amsterdam í síðustu viku. Rooney lék allar 90 mínúturnar í leiknum og lagði upp seinna markið fyrir Javier Hernández.

„Rooney er með slæma hálsbólgu. Við urðum varir við þetta í Amsterdam og gáfum honum lyf en hann varð bara verri. Hann lá síðan í rúminu alla helgina," sagði Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United.

Ferguson er vongóður að Rooney verði orðinn góður fyrir deildarleikinn á móti Norwich á sunnudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×