Eftir tap Chelsea fyrir Napoli í Meistaradeild Evrópu eru góðar líkur á því að ekkert enskt lið verði í fjórungsúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Það gerðist síðast leiktíðina 1995-96.
Þá var Blackburn Rovers enskur meistari en endaði neðst í sínum riðli og komst því ekki áfram í fjórðungsúrslit keppninnar. Annað fyrirkomulag var á keppninni þá en aðeins sextán lið voru í sjálfri riðlakeppninni - þau eru 32 í dag.
Ensk lið hafa síðan þá ávallt átt fulltrúa í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Arsenal á einnig möguleika á að komast áfram en liðið tapaði fyrri leiknum sínum gegn AC Milan, 4-0.
Chelsea og Arsenal eiga þó bæði heimaleiki sína eftir og því ekki hægt að afskrifa liðin. Þau hafa hins vegar ekki verið að spila neitt sérlega vel að undanförnu og virðast því ekki líklega að snúa sínum rimmum sér í hag.
Fótbolti