Erlent

Líffæragjöf tengir 60 einstaklinga saman

Hér má sjá alla 60 einstaklingana sem tóku þátt í keðjunni.
Hér má sjá alla 60 einstaklingana sem tóku þátt í keðjunni. mynd/New York Times
Lengsta keðja líffæragjafa hefur loks náð enda í Bandaríkjunum. Þá gáfu 30 heilbrigðir einstaklingar nýru sín til 30 nýrnasjúklinga.

Allir líffæragjafarnir höfðu reynt að gefa nýru sín til fjölskyldumeðlima - það reyndist þó ómögulegt. Fólkið var því sett í samband við einstaklinga sem þörfnuðust nýrna. Fjölskyldumeðlimirnir fengu síðan nýru frá einhverjum öðrum í keðjunni.

Þetta flókna ferli átti sér stað á fjórum mánuðum. Alls tóku 17 spítalar þátt í henni og 11 fylki.

Keðjan hófst á hinum 44 ára gamla Rick Ruzzamenti frá Kaliforníu. Hann ákvað að gefa annað nýra sitt að eigin frumkvæði.

Nýrað endaði í manni í New Jersey. Fjölskyldumeðlimir mannsins gátu ekki gefið honum nýra úr sér. Einn úr fjölskyldunni ákvað síðan að gefa líffæri sitt og þannig hélt keðjan áfram.

Keðjan endaði svo á 59 ár konu í Kaliforníu og nýrnasjúklingnum Don Terry í Illinois. Nýra hennar var fjarlægt og komið til Terry.

Hægt er að sjá umfjöllun New York Times um málið hér. Einnig er hægt að skoða gagnvirt kort af nýrnagjöfunum hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×