Wernbloom tryggði Moskvumönnum jafntefli gegn Real Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. febrúar 2012 13:16 Cristiano Ronaldo. Mynd/Nordic Photos/Getty Svíinn Pontus Wernbloom var hetja CSKA Moskvu í kvöld er hann tryggði sínum mönnum 1-1 jafntefli gegn Real Madrid á lokamínútum leiks liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Cristiano Ronaldo hafði komið Real yfir í fyrri hálfleik og leit lengi vel út fyrir að það myndi reynast sigurmark leiksins. En annað kom á daginn. Wernbloom, sem gekk nýverið til liðs við Moskvuliðið, skoraði markið með skoti eftir snarpa sókn heimamanna. Það var ískalt á Luzhniki-leikvanginum í Moskvu í kvöld og leikið á gervigrasi. CSKA byrjaði vel í leiknum og spilaði ágætlega í fyrri hálfleik, en án þess þó að skapa sér mörg hættuleg færi. Real lenti í vandræðum snemma leiks því Karim Benzema meiddist og þurfti að fara af velli. Gonzalo Higuain kom inn á í hans stað og var reyndar næstum búinn að koma Real yfir stuttu síðar. Markvörður Moskvumanna, Sergei Chepchugov, sá hins vegar við honum. Markið kom svo á 27. mínútu og verður að skrifast á miðjumanninn Zoran Tosic. Honum mistókst að hreinsa fyrirgjöf Fabio Coentrao almennilega frá markinu og féll boltinn beint fyrir fætur Ronaldo. Hann lét ekki bjóða sér tækifærið tvisvar og skoraði með góðu skoti. Real sótti nokkuð í upphafi seinni hálfleiks og voru nærri því að skora en heimamenn, sem fengu þó sín færi einnig. Um stundarfjórðungi fyrir leikslok komst Ronaldo í gott færi eftir sendingu Xabi Alonso en Chepchugov varði mjög vel frá honum. Átti það eftir að reynast dýrmætt fyrir Rússana. Niðurstaðan því 1-1 jafntefli en Real verður að teljast sigurstranglegri aðilinn í rimmunni enda á liðið eftir seinni leikinn á heimavelli. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Chelsea upp í fjórða sætið Enski boltinn Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn „Vilja allir spila fyrir Man United“ Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Bayern kláraði sitt en Leverkusen seinkaði sigurhátíðinni María hetja dagsins en mark Ingibjargar dugði skammt Ræða það að hætta með framlengingar í Meistaradeildinni Súrt hjá bæði Sædísi og Vigdísi Lilju í toppslag Chelsea upp í fjórða sætið Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH Real Madrid skrópaði á blaðamannafund en ætlar ekki að skrópa í leikinn Skoraði og ældi í leik á afmælisdaginn sinn Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Fótboltamaður lést í upphitun „Vilja allir spila fyrir Man United“ Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Sjá meira
Svíinn Pontus Wernbloom var hetja CSKA Moskvu í kvöld er hann tryggði sínum mönnum 1-1 jafntefli gegn Real Madrid á lokamínútum leiks liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Cristiano Ronaldo hafði komið Real yfir í fyrri hálfleik og leit lengi vel út fyrir að það myndi reynast sigurmark leiksins. En annað kom á daginn. Wernbloom, sem gekk nýverið til liðs við Moskvuliðið, skoraði markið með skoti eftir snarpa sókn heimamanna. Það var ískalt á Luzhniki-leikvanginum í Moskvu í kvöld og leikið á gervigrasi. CSKA byrjaði vel í leiknum og spilaði ágætlega í fyrri hálfleik, en án þess þó að skapa sér mörg hættuleg færi. Real lenti í vandræðum snemma leiks því Karim Benzema meiddist og þurfti að fara af velli. Gonzalo Higuain kom inn á í hans stað og var reyndar næstum búinn að koma Real yfir stuttu síðar. Markvörður Moskvumanna, Sergei Chepchugov, sá hins vegar við honum. Markið kom svo á 27. mínútu og verður að skrifast á miðjumanninn Zoran Tosic. Honum mistókst að hreinsa fyrirgjöf Fabio Coentrao almennilega frá markinu og féll boltinn beint fyrir fætur Ronaldo. Hann lét ekki bjóða sér tækifærið tvisvar og skoraði með góðu skoti. Real sótti nokkuð í upphafi seinni hálfleiks og voru nærri því að skora en heimamenn, sem fengu þó sín færi einnig. Um stundarfjórðungi fyrir leikslok komst Ronaldo í gott færi eftir sendingu Xabi Alonso en Chepchugov varði mjög vel frá honum. Átti það eftir að reynast dýrmætt fyrir Rússana. Niðurstaðan því 1-1 jafntefli en Real verður að teljast sigurstranglegri aðilinn í rimmunni enda á liðið eftir seinni leikinn á heimavelli.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Chelsea upp í fjórða sætið Enski boltinn Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn „Vilja allir spila fyrir Man United“ Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Bayern kláraði sitt en Leverkusen seinkaði sigurhátíðinni María hetja dagsins en mark Ingibjargar dugði skammt Ræða það að hætta með framlengingar í Meistaradeildinni Súrt hjá bæði Sædísi og Vigdísi Lilju í toppslag Chelsea upp í fjórða sætið Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH Real Madrid skrópaði á blaðamannafund en ætlar ekki að skrópa í leikinn Skoraði og ældi í leik á afmælisdaginn sinn Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Fótboltamaður lést í upphitun „Vilja allir spila fyrir Man United“ Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Sjá meira