Enski boltinn

Nicky Butt og Bryan Robson hrifnir af Tom Cleverley

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tom Cleverley í leiknum á móti Ajax.
Tom Cleverley í leiknum á móti Ajax. Mynd/Nordic Photos/Getty
Nicky Butt og Bryan Robson spiluðu báðir á miðjunni hjá Manchester United á sínum tíma og eiga það líka sameiginlegt að vera mjög hrifnir af hinum 22 ára gamla Tom Cleverley sem er að stimpla sig inn í aðallið United á þessu tímabili.

„Ég hef þekkt [Tom] Cleverley síðan að hann var stráklingur," sagði Nicky Butt í viðtali á heimasíðu Manchester United. „Þegar ég byrjaði að fara á þjálfaranámskeið með [Paul] Scholes, [Gary] Neville, [Ryan] Giggs og [Roy] Keane þá var hann fimmtán ára að spila með liðinu sem við fengum að spreyta okkur á," sagði Butt.

„Hann var alltaf mjög efnilegur en hefur síðan komið mjög sterkur til baka eftir að hann var lánaður á síðasta tímabili. Hann er undraverður leikmaður en hann þarf að halda áfram að vinna í sínum leik. Ég viss um að hann gerir það því þetta er góður strákur sem er tilbúinn að hlusta á stjórann, þjálfarana og reynsluboltana hjá United," sagði Butt.

„Hann getur farið alla leið því hann býr yfir svo miklum hæfileikum. Cleverley er sem dæmi með miklu betri tækni en ég bjó yfir. Það sýnir bara hvernig þessir leikmenn eru alltaf að verða betri og betri," sagði Butt.

Tom Cleverley lék sinn fyrsta leik síðan í október þegar Manchester United vann 2-0 sigur á Ajax í Evrópudeildinni í síðustu viku. Hann byrjaði tímabilið frábærlega en lenti svo í leiðinlegum meiðslum.

„Tom er búinn að standa sig vel. Hann var óheppinn að meiðast því annars hefði hann heldur betur getað skapað sér nafn. Við vitum að hann hefur mikla hæfileika en nú þarf hann að byggja upp orðsporið sitt. Vonandi verður hann jafngóður leikmaður eins og við búumst öll við," sagði Bryan Robson um Tom Cleverley í viðtali á MUTV.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×