Fatlaður bróðir Hamiltons fetar í spor bróður síns Birgir Þór Harðarson skrifar 9. mars 2012 08:00 Breska ríkissjónvarpið sýndi á dögunum heimildamyndina "Racing with the Hamiltons: Nic in the driving seat". Hún fjallar um hvernig bróðir Formúlu 1 ökuþórsins Lewis Hamilton framkvæmir það sem hann hélt að væri sér ávalt ókleift. Myndin fjallar um það hvernig fatlaður bróðir Lewis Hamilton, hinn tvítugi Nic Hamilton, fær tækifæri til að uppfylla draum sinn um að feta í fótspor eldri bróður síns og gerast kappakstursökumaður. Sú leið er hins vegar erfið og margar hindranir í vegi hans. Kvikmyndagerðarmennirnir fengu nánast óheftan aðgang að Hamilton fjölskyldunni allt síðasta sumar þegar Nic ók sitt fyrsta tímabil í Renault Clio bikarkeppninni í Bretlandi. Nic hefur náð þeim frábæra árangri að fá annað tækifæri í mótaröðinni í ár. Stórskemmtileg og fræðandi mynd sem veitir innsýn inn í fjölskyldulíf eins besta ökumanns í heimi. Myndskeiðið með fréttinni er af þeim bræðrum í keppni við Jake Humphrey í upphitunarþætti BBC fyrir ítalska kappaksturinn 2010. Formúla Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Breska ríkissjónvarpið sýndi á dögunum heimildamyndina "Racing with the Hamiltons: Nic in the driving seat". Hún fjallar um hvernig bróðir Formúlu 1 ökuþórsins Lewis Hamilton framkvæmir það sem hann hélt að væri sér ávalt ókleift. Myndin fjallar um það hvernig fatlaður bróðir Lewis Hamilton, hinn tvítugi Nic Hamilton, fær tækifæri til að uppfylla draum sinn um að feta í fótspor eldri bróður síns og gerast kappakstursökumaður. Sú leið er hins vegar erfið og margar hindranir í vegi hans. Kvikmyndagerðarmennirnir fengu nánast óheftan aðgang að Hamilton fjölskyldunni allt síðasta sumar þegar Nic ók sitt fyrsta tímabil í Renault Clio bikarkeppninni í Bretlandi. Nic hefur náð þeim frábæra árangri að fá annað tækifæri í mótaröðinni í ár. Stórskemmtileg og fræðandi mynd sem veitir innsýn inn í fjölskyldulíf eins besta ökumanns í heimi. Myndskeiðið með fréttinni er af þeim bræðrum í keppni við Jake Humphrey í upphitunarþætti BBC fyrir ítalska kappaksturinn 2010.
Formúla Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira